Fimmta júlí síðastliðinn var opnuð ný brú á gatnamótum víkurvegar og vesturlandsvegar. Þessi brú var afrakstur mikillar vinnu og mikils fjármagns þar sem ekkert var til sparað til að gera hana sem glæsilegasta.
Síðan um það bil sjö dögum eftir oppnun umræddrar brúar var ákveðið að hefjast handa við endurnýjun hitaveiturörs sem liggur með fram vesturlandsvegi og þar af leiðandi undir brúnna. Við þessar framkvæmdir þurfti að grafa skurð undir brúnna og voru þá meðal annars rifnir upp margir fermetrar af hellum, grassteinum sem búið var að sá grasvingulsfræjum í og en stærri svæði sem búið var að sá í og ganga vel frá. Þarna var semsagt verið að grafa upp og eyðileggja hluti sem hafði verið lokið við einungis viku fyrr.

Þarna þarf engan nóbelsverðlaunahafa til að sjá að spara má umtalsvert fjármagn einungis með því að leggja rörið áður en brúin er byggð og lokafrágangur kláraður.
Þetta er nú samt, því miður, ekkert einsdæmi og er þetta skipulagsleysi einkennandi fyrir framkvæmdir á vegum borgarinnar. Af þessu leiðir síðan að fjármagn fer forköstum og því hægt að framkvæma minna en ella væri mögulegt.