Sælir hugar!
Það var kominn soldið langur tími síðan maður sendi síðast inn grein hingað svo það þurfti að bæta úr því! ;)

Reglulega í fjölmiðlum sér maður fréttir um alvarlegar líkamsárásir og stundum því miður manndráp.Það er eitt að vita af öllum þessum líkamsárásum og stimpingum um allar trissur (og eins og áður sagði því miður morðum líka) en allt annað að vita að þessir einstaklingar eru að fá litla sem enga refsingu fyrir brot sín.Hvernig skilaboð eru það til einstaklinga sem fremja slík brot þegar aðili kemur öðrum á spítala en losnar svo eftir yfirheyrslu?Einstaklingurinn sem liggur á spítalanum losnar ekkert svona snemma og gerandinn í málinu getur haldið áfram að meiða aðra!Eitt dæmi sem kemur mjög á óvart og er vægast sagt hneykslandi er atvikið með stelpuna sem var nauðgað af fyrrverandi kærasta sínum og svo reyndi hann að flá hana með ostaskera (auk margra annarra ógeðfellda hluta).Sá einstaklingur fékk að því er mig minnir 3-3 1/2 ár (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál takk fyrir).Hvað er málið með þessa dóma?Þetta fólk er búið (í mörgum tilvikum) að eyðileggja líf annarra!
Og hvaða bjánalega viðmiðun er þetta við 16 ár fyrir morð?
Það sem mér finnst líka mjög slæmt við þetta er að fólk virðist vera orðið vant þessu…svona er Ísland í dag!
En af hverju þarf það vera svona þegar margt er hægt að gera?
Til dæmis eins og það að hækka þessa dóma yfir þessu fólki og ekki sleppa þeim bara strax lausum eftir árásir svo þeir/þær geti haldið iðju sinni áfram.Hvað finnst ykkur?

Kv,Olgerland