Það ætti að vera deginum ljósara núna að Ariel Sharon er ekki maðurinn til að koma á friði milli Ísraels og Palestínu. Undir hans stjórn eru fleiri og fleiri saklausir Palestínumenn að deyja. Maður heyrir það oftar og oftar að hann sendir skriðdreka og jarðýtur og jafnar heil hverfi Palestínumanna við jörðu. Ekki bætir orðspor Sharons úr hernum úr skák, en hann hefur verið sakaður um stríðsglæpi… það er að segja líka áður en hann varð forseti. Ef einhver er ekki sammála þá fær hann einfaldlega að fjúka, t.d. þingmenninir sem neituðu að samþykkja hertar hernaðaraðgerðir gegn Palestínu. Þeir fóru út, nýir herskáir komu inn í staðinn.
Sá eini sem virðist þora að mótmæla honum of heldur sínu er Simon gamli Peres. Hann er hvað duglegastur að gagnrýna aðgerðir Ísraelshers og sagðist efast um raunverulegan friðarvilja Sharons. Hefur hann einnig boðist til að leiða friðarviðræður, og er hvað duglegastur að bjarga málum þegar Sharon talar af sér.
Hvort hann sé fullkominn efast ég um, en hvort hann sé skárri en Sharon efast ég ekki um. Ég veit ekki hvoert það verði nokkurntímann friður þarna og enginn er Palestína eru ekkert saklausir, en mér finnst bara munur á hryðjuverkum öfgamanna og skipulögðum hernaðarárásum hers. Einnig finnst mér að ef Bandaríkin vilja raunverulegan frið, hvernig væri þá að hætta að sjá Ísrael fyrir öllum þessum vopnum. Mér finnst það skrítið að vera predika frið þegar verið er að berjast með þínum eigin vopnum…