Egyptaland hefur ekki verið mjög sjálfstætt síðan á dögum faróanna, ekki einu sinni eftir sjálfstæði frá Bretum, heldur handbendi stórveldanna. Nasser gerði sig út fyrir að vera e.h. frelsishetja Araba en um leið gyðingahatari(Mein Kampf var eitt uppáhaldsbók hans) sem sameinaði nokkur ríki gegn Ísrael. Þeir höfðu helling af hermönnum og rússneskum vopnum en það dugði ekki til gegn betur “mótíveruðum”(maður er það þegar á að útrýma manni)
ísrelum og guldu mikið afhroð. Nú svo tók Saddam við og vildi frið sem hann samdi um við Ísrael 1978 líklega gegn hernaðar og efnahagsaðstoð frá USA. Nú er svo komið að Egyptar eru alegerlega háðir gjafakorni frá USA og líklega hernaðaraðstoð líka og munu því ekki taka þátt í neinum aðgerðum gegn Ísrael, nema taka þátt í dæmigerðu lýðskrumi til að beina athyglinni frá innanlands ömurleikans. Það er alltaf verið að tönnglast á að USA haldi Ísreal uppi en aldrei minnst á Egypta sem gætu miklu síður en Ísrael haft það af á aðstoðar USA. Stjórnvöld í Egyptalandi eru kannski ekki þau verstu en það er sama ráðaleysið og stöðnunin, her og öryggissveitum beitt til að halda vonlausum múgnum í skefjum. Þjóðinni fjölgar hratt en það er enginn atvinna og lítla menntun að hafa svo margir falla fyrir lævísum áróðri muhllana í moskunum sem kenna Ísrael og “vestrinu/USA” um allt illt. Árángur starfs þeirra mátti sjá þann 11 september síðastliðinn.