Veit ekki hvort allir hafi séð frétt á stöð 2 um reglugerð sem sett hefur verið vegna þess ósóma að vera setja dökkar filmur í rúður bifreiða. Lögreglan hefur undanfarin ár barist gegn því að einstaklíngar hafi slíkt í framrúðu eða fremri hliðarrúðum, og var þeim einstaklingum sem höfðu slíkt í bifreiðum gert lífið leitt. Með stöðvunum, hótunum um að þurfa fara með ökutæki aftur í skoðun ef filmur væru ekki fjarlægðar, flestir hafa eflaust gefið eftir en þó ekki allir. Tel að lögreglan sé nú hætt þessum stöðvunum og hótunum og þurfa eflaust ekki því nú er komin reglugerð sem leyfir ekki filmur í fremri rúðum, skýring er sú að lögreglan geti ekki séð inn í bifreiðar.
Eldri reglugerð, sbr. Frétt stöðvar 2 gekk út á að ekki sæist nægilega vel út úr bifreiðum, því hefur nú verið hnekkt og eru leyfilegar filmur með 70% ljósmagni leyfðar. Lög sem koma frá Evrópu, hafa verður þó miða sem gefur að filmur séu innan mælingar.
Þetta er eins og fyrr segir ekki nægilegt lögreglu og því var ný reglugerð sett.
Spurning mín er sú hvort hin nýja reglugerð standist lög um friðhelgi heimilis, en bifreiðar heyra undir hana. Til gamans læt ég þær fylgja hér.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
1)L. 97/1995, 9. gr.

Lög um mannréttindasáttmála Evrópu
8. gr. [Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.]1)
1. Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.
2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt þennan nema samkvæmt því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar farsældar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.
1)Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

Heimilið er friðheilagt skv. 71. gr. stjskr. Í því felst fyrst og fremst að ekki má gera leit í húsakynnum manns nema eftir dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Þó má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt heimilis ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra…..Sama máli gegnir um skip og önnur farartæki, svo sem bifreiðar og flugvélar. (http://www.rettur.is/index.asp?PID=423)

Má því lögreglan vera gægjast á rúður heimilis til að snuðra og láta setja reglugerðir til að geta gert svo? Ég bara spyr.
Einnig kom fram að þessi regla ætti ekki við dökkar framleiddar rúður, þarf því að fara spara til að kaupa slíkt.

Kveðja Feelix.
Með fyrirheit um brennandi leðursæti í sumar þar sem filmurnar eru farnar.