Er ekki eitthvað að fyrirkomulaginu í kosningakerfi BNA? Sá sem bíður sig fram þarf næga peninga, ef við segjum að peningar geti keypt allt hljóta atkvæði kjósenda þar að vera enginn undantekning. Auglýsingar, ferðir um landið að flytja ræður með allt fylgdarliðið sem því stærra því betri möguleika á að sigra. Hvernig fá frambjóðendur peninga? Með framlögum frá stórum ríkum fyrirtækjasamsteypum. Það er fínt að hafa forseta í landinu sem skuldar fyrirtækinu greiða, misstóran eftir magns framlags. Dæmi:Það kom grein í DV fyrir rúmum tveimur árum um að Bush væri búinn að vera hvað duglegastur frambjóðenda að vinna inn pening í kosningasjóð. Svo las ég um daginn að sígarettufyrirtæki hefðu verið hvað “gjafmildust” í framlögum til Bush. Nokkrum mánunuðum eftir að hann komst í embætti lagði hann til að 150 milljarða dollara sektin (man ekki nákvæmlega)sem myndin The Insider fjallaði um, ætti að vera felld niður því það væri tilgangslaust að láta einhvern borga fyrir veikindi og dauða alls þessa fólks. Er þetta tilviljun? Ég held ekki. Sá sem er spilltastur og selur sál sína sem flestum fyrirtækjum hann verður forseti. Þegar sá sem er forseti valdamesta lands heims og hefur enginn völd áf því að hann er hóra samsteypna, þá er einhvað að.