Nú er búið að taka póstinn niður vegna þess að kerfið sem var í notkun var alltaf að bila.

Ég nota Huga póstinn mjög mikið og er mjög mótfallinn því að það verði bara hætt að nota hann. Pósturinn er eitt af því sem dregur mig alltaf aftur og aftur á þessa síðu og gerir hana að svona “one stop shop” ef ég sletti nú aðeins.

Persónuleg notkun mín á Huga hefur fallið verulega þessa daga síðan pósturinn ver tekinn. Ef aðrir eru eins mun draga úr heimsóknum á Huga og þ.a.l. minni auglýsingasala

Það eru aðrar síður sem eru með vefpóst sem er greinilega að virka, hvernig væri að ná sér í það kerfi sem þeir eru með. Ég er eins og svo margir aðrir skráður á umræðuhópa og þess háttar og til þess brúks var Huga pósturinn tilvalinn.

Ég skora á Vefstjóra Huga að endurskoða þessa ákvörðun og láta Landssímann sem á og rekur Huga að versla almennilegt vefpóstkerfi. Það er víst að notkun mín á Huga mun minnka í framhaldinu ef þessu er ekki kippt í liðinn.

Með bestu kveðju og von um jákvæð og skjót svör,

<b>Xavier@Hugi.is