Þið hafið eflaust heyrt þessa frétt:
Samtök listamanna og kvikmyndagerðar-fólks leitast við að opna augu stjórn-valda fyrir mikilvægi þess að framleiða meira af leiknu sjónvarpsefni hér á landi.
Í nýrri skýrslu sem Aflvaki hefur unnið eru færð rök fyrir því að stofna ætti sjóð sem úthlutaði styrkjum í þessu skyni. Í skýrslu Aflavaka eru skýrðar hugmyndir um stofnun sjónvarpsmynda-sjóðs með þátttöku allra sjónvarpsstöðvanna og fagfélaga listamanna.
Bent er á að fáist 300 m.kr. árlegt framlag í sjóðinn frá stjórnvöldum geti það skilað um 113 m.kr. frá erlendum samframleiðendum. Störfum í greininni gæti fjölgað um 100 við þetta

-

Ég get tæpast beðið eftir að þetta verði að veruleika sápuópera um landnámsmenn, byggð á Íslendingasögunum,
Sjónvarpsmynda flokkur um Sturlungaöldina,
Þáttaröð um galdrafárið.
Önnur um vesturferðirnar og um örlög vesturfaranna, með tilliti hvaðan af landinu þeir fóru
Leikið efni um “átök” í sjálfstæðisbaráttunni
sápuópera um lífið á Íslandi á 20. öldinni þar sem niðjar bóndans takast á við niðja sjómannsins en þeir voru bræður, en systurnar fóru í verslun svo er hluti niðjanna verkafólk og annar hluti er atvinnurekendur einhverjir hafa farið í skóla, fylgst er með ólíkri baráttu þeirra við kerfið, verðbólguna,hvernig fólkið tókst á við skömmtunartímabilið, hvaða áhrif ástandið hafði á fjölskyldulífið, eða nýríkidæmið eftir stríð, hvernig fólkið stóð saman í landhelgismálinu og hvað það karpaði vegna Keflavíkurgangna, samhuginn í kringum Vestmanneyjagosið og Snjóflóðin, viðlagatryggingarnar, baráttuna við Bakkus og stóra Fíkniefnamálið, svona n.k. Forrest Gump mynd um Íslandsöguna, nema það væru fjölskyldur sem fylgt væri í gegnum heila öld. (Mínar ær og kýr að koma þessu í verk - [gersamlega bilaður?])

Einsværi hægt að slíta það í sundur og hafa þáttaraðirnar tileinkaðar ákveðnum tímabilum, s.s. Stríðsárin, Landhelgin, Handritin, Verðbólgan, Auðurinn, sjálfstæðið, Kreppan o.þ.h.

Verðbréfaveltan gæti þáttur heitið um sögu viðskipta á Íslandi og baráttuna við Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið.

Þáttaröð um lífið inn til fjalla í sveitum landsins byggð á Sjálfstæðufólki eða Höllu og Heiðarbýlið eftir Jón Trausta ég meina við höfum nægilegt magn af Skáldverkum eftir íslenska höfunda til að byggja á.

Svo í stað Indiana Jones væri hægt að fjalla um Jón Jóns sem þvældist um heiminn, eða Villi Jóns sem þvælist um landið og fetar ásamt Rósu í fótspor Ómars Ragnarssonar. Þá væri sagt, hérna fór Ómar og samtöl hans við ýmsa væru leikin , já ég veit nú gékk ég of langt.

Svo væru allar mýturnar um ástsælni sjómanna kjörið efni fyrir sjónvarp

Það væri hægt að gera nóg með þetta og mér finnst þetta frábært framtak hjá hlutaðeigandi listamönnum