Rasismi á Radio X Það var fyrir nokkrum dögum að ég kveikti á mínu ástkæra útvarpi, að ég stillti á Radio X. Radio X er stöð sem ég hlusta nær aldrei á veit ég því ekkert hvaða þáttur var í gangi þá stundina. Í þessum þætti var greinilega “brandara” stund því þáttarstjórnendurnir hófu að segja “brandara” eins og ; What do you call a nigger priest - Holy shit. Og þar fram eftir götunum.

Finnst fólki skrýtið að rasismi eykst ef útvarpsefni er svona, það er meira að segja komin sér rasistaflokkur. Þótt að mörgum finnist þetta saklausir “brandarar” þá lekst þetta í undirmeðvitundina.

Persónulega finnst mér að það eigi að taka harðar á svona málum og spurningin er hvort við eigum að búa í sátt og samlyndi eða hvort við eigum að lifi í tilgangslausum hatri.

…Og ég mun aldrei aftur á æfi minni sýna þeim þá virðingu að stilla á þá.