Nú tæpum mánuði eftir utanríkisráðherrafund NATÓ og allt
uppistandið í kringum hann er von á öðrum góðkunningja
Halldórs í heimsókn. Jiang Zemin Kínaforseti er að koma og
tekur með ser 150 manna fylgdarlið.

Það sérstaka við þessa heimsókn er að Kínverska sendiráðið
er búið að senda Halldóri lista yfir fólk sem má ekki vera á
landinu á sama tíma og ástkær forseti þeirra. Þetta munu
aðallega vera meðlimir heilsuræktarklúbbsins Falun Gong
sem hugðust efna til íhugunar og friðsamlegra mótmæla við
komu forsetans.

Að sjálfsögðu gerir íslenska ríkið eins og Kínverjar segja, og
hafa nú afturkallað nokkrar vegabréfsáritanir, og neita að gefa
út nýjar. helsta röksemdin fyrir þessum gjörningi var að
lögregluyfirvöld töldu hættu á því aða ef ólæti brytust út á
þessum mótmælum, þá væri hætta á því að 29 þungvopnaðir
lífverðir forsetans hæfu skothríð á mannfjöldann.

Það á semsagt að hleypa tugum óstýrilátra byssumanna inn í
landið (og leyfa þeim að bera skotvopn á almannafæri, er
lagaheimild fyrir því?), en ekki friðsömum mótmælendum.

sjá http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir_btm&nr=119282&v=2

Síðasta mánuðinn erum við búin að leyfa utanríkisráðherrum
NATÓ að hertaka Hagatorg og loftrýmið yfir Reykjavík í þrjá
daga og Halldór er búinn að heilsa upp á fjöldamorðingjann
Ariel Sharon. Nú á að leyfa kínverskum embættismönnum að
sortera fólk inn í landið. Hvað kemur næst ?

Kristbjörn