news.bbc.co.uk:

“Civil liberty groups have condemned a European Parliament decision to let law enforcers spy on phone and net users.

They also sharply criticised the parliament's decision to force phone companies and net service providers to keep for years logs of what customers are doing.

The parliament said the measures were necessary following the 11 September attacks to safeguard national security. ”


11. September hefur verið feitur biti fyrir stóra bróðir. Menn nýta sér þennan hræðilega atburð í ystu æsar! Hvar er virðingin við þá látnu? Heimurinn “breyttist” ekkert við þennan atburð, aðeins þjóðerniskennd Ameríkana jókst. Atburðirnir 11. september ættu að vera mönnum hvatning til að stuðla enn frekar að opinni umræðu, en þarna er verið að gera alveg hið gagnstæða.

Allir sem hafa eitthvað vit á samskiptum á netinu og tölvum vita það að ekki er hægt að “skrá niður” 1024 bita dulkóðaðar sendingar. Og ef það væri hægt þá eru alltaf fullt af öðrum leiðum til að senda skilaboð. Eini tilgangurinn sem þetta þjónar er að ríkistjórnir geta haft betri stjórn á þegnum sínum og heft lýðræði í löndum sínum. Þetta er verulega slæm þróun og við verðum að berjast gegn henni!

- coupland