Robocop Um daginn fékk ég sektarboð í pósti sem er svo sem ekki í frásögur færandi, en ég lyfti brúnum þegar brotinu var lýst. Ég átti semsagt að hafa ekið á 66km hraða þar sem 50km hámarkshraði. Þetta fannst mér nú smásmugulegt, Í raun eru þetta fáeinir millimetrar á hraðamælinum. :) En það sem sló mig mest var að þetta var 100% sjálfvirk löggæsla. Sem sagt ég sá hvergi myndavél eða lögreglumann á vappi með hraðamæli. Er þetta ekki einum of? Þetta er farið að minna örlítið á Stazi, þar sem fylgst var með fólki nótt og dag.
Mér datt þetta í hug út af umræðunni um einhverja leynilista lögreglunnar yfir fólk.
Er ekki allt í lagi í lýðveldinu Íslandi?