Fyrir einhverjum árum tíðkaðist það að lögregla faldi sig á góðum stöðum í umferðinni til að sjást sem minnst frá komandi umferð, svo þeir sem stunduðu ofhraðaakstur héldu sínum hraða framhjá sínum mælum, svo þeir gætu stoppað þá.
Á endanum var því breytt í að lögreglan mátti ekki fela sig, þar sem fólki fannst það óþægilegt að láta fylgjast með sér án sinnar vitundar.
Síðan því var breytt mátti löggan ekki fela sig og varð undantekningarlaust að hafa stöðuljósin kveikt svo þeir væru greinilegir.
En þeir reyna enn að láta sjást sem minnst í sig svo að þú hafir sem minnstan tíma til að bremsa þig niður áður en þú kemur í geislann þeirra skemmtilega.

Er það rétt aðferð lögreglunnar?
Eru þeir virkilega bara þarna til að góma þá sem stunda hraðaakstur?
Ég hélt þeir ættu að vera þarna til þess að stjórna umferðarhraðanum.
Það hefur sannað sig og sýnt að þegar löggubíll er nálægt þá minnkar umferðarhraðinn, og oft sér maður þá leika sér rétt aðeins að ökumönnum og keyra á 50 upp Sæbrautina t.d. og allir fylgja eftir á sama hraða.
Hvort er sniðugra?
Hvort er sniðugra að vera vel sýnilegur og halda umferðarhraðanum niðri á t.d. hættulegum stöðum á götum borgarinn og hvar sem er, eða að fela sig og góma \“vondu kallana\”?
Hvaða gagn gerir það?
Ekki neitt.

Þessi grein er kannski ekki merkileg, né fjallar um stóran hlut, en þetta gæti fækkað slysum og hraðakstri mjög að hafa hana vel sýnilega á góðum stöðum, og oftar en þeir eru við þessi störf.

Ég hef séð aðferðir lögreglu og heyrt um, í öðrum löndum, þar sem einn er sýnilegur… En hann fer ekki á eftir þeim sem keyrir, heldur eru 2 bílar svolítið lengra áfram á veginum, sem eru í beinu bandi við þá og þeim er tilkynnt frá mælingarbílnum og sá stoppaður og sektaður eða sviptur eftir því sem við á.
Ég hef séð þá gera þetta hérna og þetta er sniðug aðferð og gerir það að verkum að mælingarbíllinn getur haldið sinni stöðu og haldið áfram að mæla.

En jámm, ég held að þessar aðferðir lögreglunnar í RVK og kannski víðar á Íslandi séu rangar að öllu leyti… Það eina sem þetta gerir er að góma einn og einn í staðinn fyrir að halda hraðanum niðri.

Takk fyrir mig í bili

ViceRoy