Frakkland: Hverjir eru svo öfgamennirnir?

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var sagt frá því að þúsundir manna hefðu mótmælt framgöngu öfgahægrimannsins Jean-Marie Le Pen í París. Fyrr um daginn hafði ég lesið í Morgunblaðinu að mikill viðbúnaður hefði verið hjá lögreglunni í París í dag þar sem menn óttuðust að slægi í brýnu á milli stuðningsmanna og andstæðinga Le Pens.

Þegar maður heyrði byrjun fréttar Stöðvar 2 datt manni því auðvitað fyrst í hug að kallinn hefði nú verið að gera eitthvað af sér til að reita fólk til reiði og að einungis hafi verið um að ræða friðsamleg mótmæli andstæðinga hans. Hins vegar kom á daginn, þegar leið á fréttina, að Le Pen ætlaði að leggja blómsveig að minnismerki Jöhönnu af Örk í tilefni af 1. maí, en flokksmenn líta víst á hana sem verndara sinn.

Andstæðingar hans hefðu þá gert aðsúg að honum og átti lögregla fullt í fangi með að halda andstæðingum hans frá honum er þeir reyndu að ráðast að honum. Á myndum sýndum með fréttinni sást hvar Le Pen þurfti að bera hönd fyrir höfuð sér til að verjast höggum sem komu frá andstæðingum hans. Lögreglan þurfti að mynda keðju og spyrna við fótum til að halda andstæðingum hans frá honum. Engin vandræði munu hins vegar hafa hlotist af stuðningsmönnum hans.

Það er því bara spuriningin: Hverjir eru nú öfgamennirnir? Hvorir eru skárri??

Hjörtur J.
Með kveðju,