Ég hef ljóta sögu að segja, sem gerðist í íslenskum raunveruleika, bara núna rétt áðan. Ég á í mesta basli með að skrifa, ég sé rautt af reiði og skelf og titra.
Þessi frásögn er af föður mínum sem er öryrki,lamaður fyrir neðan mitti og bundinn við hjólastól.
Hann var að koma af bensínstöð hér í borg sem liggur við aðallbraut og fer inná hana þar sem næsti bíll á eftir var í töluverðri fjarlægð,en á geysilegum hraða,svo hann þarf að hæga á sér (ekki mikið) þegar hann nálgast bíl föður míns.
Einhvað fór það fyrir brjóstið á bílstjóranum því hann eltir föður minn um hálfan bæjinn, stöðvar svo við hliðiná honum á rauðu ljósi á stórum gatnamótum, rýkur úr bílnum ásamt félaga sínum, rífa upp hurðina hjá pabba og byrja að öskra einhvað og skyndilega byrja þeir að berja hann, kýla endur tekið í andlitið,og búkinn, sparka í hann og hamast á hjálparlausum manninum í allavega 5 mínutur,og bílnum sem stór sér á eins og föður mínum. Hjólastóllinn afturí var vel sýnilegur.
Eins og ég sagði, gerðist þetta á fjölförnum gatnamótum, og það á háannatími, og flestir keyrðu framhjá og afgangurinn af viðstöddum sátu kyrrir fyrir í bílum sínum og fylgdust með.
Þegar ræflarnir voru orðnir þreyttir á að berja mann og bíl brunuðu þeir í burtu og þónokkru seinna kom lögreglan á svæðið.
Hvað er að gerast? Hvað er litla borgin okkar að breytast í?
Ég bara næ ekki upp í nefið á mér fyrir reiði og sorg.