Mig langar að ræða nokkur málefni sem brenna heitt á bæði mér og þessu litla/stóra netsamfélagi.

Stig:

Stigin hafa oft á tíðum náð upp á pallborðið og sumir hverjir eru alltaf sínöldrandi um það að þessi hluti huga ætti að vera tekin út og get ég ekki sleppt því að segja frá því að einusinni var ég á móti stigunum, en hef nú löngu síðar sætt mig við tilveru þeirra þar sem þetta er ágætis mælikvarði á notkun vefjarinns og hvað fólk hefur verið duglegt við að senda inn greinar og svo framvegis.
Ertu sammála eða ekki og taktu eftir því að þú færð stig hjá mér ef þú svarar málefnalega.

Málfrelsi og Nafnleynd:

Fólk er margt og misjafnt hvar sem er í samfélaginu en hér á huga.is í skjóli málfrelsis og nafnleyndar eru þeir margir sem nýta sér fyrrnefnda kosti til þess að “drulla” yfir náungan og það all svakalega oft á tíðum. Þó ætla ég ekki að nefna nein nöfn því að þau skipta jú engu máli því að þetta eru allt leyninöfn.

Rasistar(racists: sbr. orðið Race og endinguna -is, maður/kona sem ber hatur í garð fólks sem er af öðru þjóðerni og trú einnig húðlitar):

Hugi.is er mjög góður stökkpallur fyrir rasista til að tjá skoðanir sínum á hinum ýmsu málefnum. Þá eru fólk af afro-kynstofninum oftast skotmörk þessara mannvitsbrekka. Í flest skiptin eru rökin þessi að svertingjar eru óæðri hvíta manninum af einhverjum óskyljanlegum ástæðum eða þá að einhver 2000 ára gömul bók segir það.

Peac4all:

Peace4all er sterkt dæmi um hvað hlutirnir geta gengið útí mikla öfga. Til dæmis þá las ég kork þar sem að hann sagðist sannfærður um að jörðin væri flöt útaf því að það stæði í biblíunni, verð ég að vera sammála að minnsta kosti 5 milljörðum af mínum “fellow earthlings” að það er tóm steypa. Hver sá sem hefur haft aðgang að snefil af menntun veit það að Jörðin, þriðja plánetan í okkar sólkerfi sem er staðsett í óríon-arminum í vetrarbrautinni er í raun og veru þrátt fyrir að það stangist á við Biblíuna, hnöttur eða kúla(globe, orb, ball eða sphere á blessaðri enskunni). Fleiri orð eru óþörf um það málefnið. Einnig er það sú staðreynd að Biblían er ekki óskeikul, af þeirri einföldu ástæðu að við lifum í breyttu samfélagi frá því sem þekktist á dögum J.C. fyrir 2000+ árum. Auk þessa að jú bókin er búin að vera þýdd frá einu tungumáli yfir í annað og svo framvegis. Svo þetta með að gyðingar væru æðri kynstofn, þá vil ég benda honum á þessi skrif, sem hann er eflaust búinn að sjá áður http://www.visindavefur.hi.is/index.asp?url=svor/svar_7409.html

Svo er heilmikið fleira sem ég ætti að hafa þarna en ég ætla nú ekki að skrifa meira í bili en endilega reynið að vera málefnaleg í svörum ykkar.

Ps. Hvernig væri að fólk(þar á meðal ég kannski :)) myndi bara hætta að reyna að rökræða við fólk sem er þegar heilaþvegið af sinni eigin sannfæringu um að það sé alvitur. Þetta er eins og ég reyni oft að segja kettinum mínum að hann sé að verða of feitur en hann hlustar bara ekki :)