Ég fór í gær á fundinn ,,Stöðvum stríðsglæpina í Palestínu" í Háskólabíó í gær. Ég ætla að byrja á að þakka þeim sem stóðu að fundinum fyrir þetta frábæra framlag sem og Sveini Rúnari Haukssyni og Viðari Þorsteinssyni fyrir myndirnar og ræður sínar. Fundurinn fór vel fram og var aðsóknin vonum framar góð. Salurinn var troðinn fólki og voru ekki allir sem fengu sæti. Það er tvennt sem ég ætla að minnast á í sambandi við fundinn.

1. Að fundinum stóðu:

-Félagið Ísland-Palestína
-Samfylkingin
-Framsóknarflokkurinn
-Frjálslyndi flokkurinn
-Vinstri hreyfingin - Grænt framboð
-ÖBÍ
-ASÍ
-BHM
-BSRB
-Kennarasamband Íslands
-Amnesty International

Það sem stuðar mig mest er að þarna eru allir þingflokkarnir NEMA Sjálfstæðisflokkurinn og get ég ekki skilið hvers vegna í ósköpunum Davíð og félagar sjá ekki sóma sinn í að leggja sitt af mörkum og fordæma stríðsglæpina sem óumdeilanlega eiga sér stað á átaksvæðunum fyrir botni Miðjarðarhafs!

2. Ég vil koma því áleiðis til lesanda Huga að eins og Sveinn Rúnar Hauksson og Viðar Þorsteinsson sögðu í hugvekjum sínum, þá er það ekki fjárframlög eða fataframlög sem skipta Palestínumenn mestu máli. Mestu máli skiptir hinn almenna Palestínumann þegar fólk kemur sem sjálfboðaliðar frá öllum heimshornum til að hjálpa til og gildir það einu hvort viðkomandi er læknir, lögfræðingur, pípulagningamaður eða vörbílstjóri. Ferðin kostar 73.000 kr (eða um það bil það sem við erum að gefa Íslenskri Erfðargreingu í formi ríkisábyrgðar) og ætla samtökin Ísland-Palestína (minnir mig alveg örugglega) að greiða allt að 30.000 krónum upp í ferðina. Þetta er því einungis ca. 43.000 kr sem ferðin kostar, sem er ekkert miðað við þann ómetanlega styrk sem hvert einstaklingsframlag veitir Palestínumönnum í sjálfstæðisbaráttu sinni. Ég skora því á alla sem þora að fara til Palestínu og hjálpa til. Við getum öll skipt máli.

Kveðja mc Brútus