ATH: Í þessari grein eru gefnar upplýsingar um hvernig hægt er að afrita efni á key2audio vörðum geisladiskum og vil ég því benda á áður en ég er flame-aður að fólki er heimilt samkvæmt höfundaréttar lögum að taka öryggis afrit af því efni sem það kaupir.

Ég hef nú verið að lesa mig smávegis til um key2audio sem er sú afritunar vörn sem Skífan ætla að nota á CD-ana sína. Hún byggir á tvennu. First eru sett nokkur session á geisla diskinn og að því sem ég kemst næst 3. Tvö eru bogus data session en eitt audio session. Síðan er ruglað duglega í TOC-inu á disknum. Þetta dugar til að rugla flestar tölvur í rýminu og þær fatta ekki að þetta er Audio diskur og finna ekki audio track-in.

Nú svo ef tölvan finnur Audio Track-ið ( gömul geisladrif sum studdu bara single session virðast gera það t.d. og flest ný drif ) þá eru þeir búnir að setja inn villur á audio track-ið.

Þetta gera þeir með því að breita svokölluðum C1/C2 error correction bitum. Það sem gerist þegar venjulegur CD-player les þetta er að hann lítur á þetta sem skemmd á geisladisknum. Hann bregst við þessu með logic sem felur villuna en hún felst í því að annaðhvort brúar ( stæðfræði aðferð ) hún yfir villuna eða setur inn stutta þögn.

Flest CD drif, Þegar þau eru i RIP-mode, stiðja einungis villuleiðréttingar sem hægt er að framkvæma með stuðningi C1/C2 error correction bitanna en ef það tekst ekki sendir CD-drifið óleiðrétt eða mis-leiðrétt gögn til þess forrits sem er að reyna að lesa af disknum og oftast án þess að vara forritið við að hér sé um villu að ræða. Þetta veldur því að forritið sem er að lesa af disknum heldur að ekkert sé að og les villuna eins og um eðlileg gögn væri að ræða sem veldur að sjálfsögðu truflunum þegar tónlistin er svo spiluð.

Þetta veldur því að afar erfitt er að RIP-a diskana því geisladrifið er að senda frá sér vitlaus gögn. Hinsvegar hafa verið að koma á markað geisladrif sem beita sömu tækni og CD spilara í villuleiðréttingum og verður líklega allir framleiðendur CD-skrifara ( nema SONY ) komnir með þetta fljótlega þar sem svona skrifar eru einnig einstaklega góðir í að lesa rispaða diska. Ég veit að nýir Plexdor, Mitsumi og Philips skrifarar geti nú þegar rip-að svona diska.

Hinsvegar hafa geislaskrifarar lengi getað tekið hrá afrit af geisladiskum og þá með því að flytja allar villur og allt á milli diskanna. Svo sér bara CD-Spilarinn eins og áður um að leiðrétta þær. Ég veit að hægt er að nota CloneCD til að afrita þessa diska beint en ég þykist þó vita að drifin þurfa að styðja eitthvað sérstakt til að þetta sé mögulegt. ( veit ekki nákvæmlega hvað )

Hér eru stillingar í CloneCD sem vitað er til að virki: ( fengið á CDFreaks.com )

Read:
Read subchannel data from data tracks: on
Read subchannel data from audio tracks: on
Intelligent Bad Sector scan: on
Maximum read speed: 4x

Write:
Perform Laser Power Calibration: on
Always close last Session: on
Don't repair Subchannel Data: on
Maximum write speed: 6x

Niðurstaða mín er því sú að henda Skífan sé að henda peningum út um gluggan með því að taka upp key2audio og ættu þeir frekar að nota þá peninga í að lækka verð á geisladiskum.