Ég og kærastan mín lentum i einkar erfiðum rökraedum um daginn.

Þetta byrjaði allt med Því að ég fór ad stæra mig af því ad Ísland væri með einna mest jafnrétti í heiminum í dag (hún er frá Kanada), og notaði ég eina af greinum erlends fréttamiðils sem rök fyrir þvi. Hún las greinina og rak strax augun í það ad þo svo að Ísland væri í 1 sæti, Kanada í 18., þa væri Suður Afríka í 13 sæti, sem henni fannst frekar áhugavert þar sem konu er nauðgað á 13 sekúntna fresti í S-Afríku.

Gott og vel. Ég viðurkenndi að rannsóknin væri ekki beint tæmandi þar sem stuðlarnir sem að notaðir voru í greininni væru einungis 4 og þad þyrfti aðeins fleiri til þess að geta skorið úr um eitthvad svoleiðis. Hinsvegar var ég ekki beint sammála henni um þad að nauðganir væru brot a kvennréttindum heldur frekar viðara samhengi og brot á mannréttindum þar sem að, þó ekki stundad í eins miklu mæli, karlmönnum getur verið nauðgad líka.

Hún fellst ekki á það og rökraeðurnar enduðu þar.

Nú vill ég fá að heyra frá ykkur.

Verður jafnrétti aldrei náð án þess að við náum að koma í veg fyrir nauðganir?