Bílprófið!

Fólk sem hefur áratuga reynslu í akstri af ýmsum toga myndi örugglega ekki komast í gegnum bílprófið eins og það er í dag hver er eiginlega tilgangurinn með svo þungu og villandi bílprófi? Er það kannski vegna þess að unglingum í dag er hreinlega ekki treyst fyrir þeirri ábyrgð í að keyra bíl? Nei.. að minnsta kosti er það ekki mín skoðun. Mín skoðun er sú að það sé verið að sigta út þá vanhæfu vitleysinga sem eru að valda ýmsum tjónum á eigum annarra og sjálfum sér. Það er samt mjög margir “vitleysingar” sem komast í gegnum prófið og þá er þeim hleypt beinustu leið á götuna. Hvað þarf eiginlega að gera til þess að minnka slysatíðni? Á að hækka bílprófsaldurinn í 18 eða 20 ár? Eða á takmarka vélastærð bílanna fyrstu tvö árin? Þeir sem lenda í tjóni eru oft ekki með næga reynslu af akstri eða þá að þeir sofni undir stýri. Umferðaróhöppin myndu minnka um einhver prósent ef að vélastærð bílanna yrði takmörkuð. Ef að lausnin væri svo einföld þá væri eflaust búið að framkvæma hana.
Bílprófið er mjög þungt og villandi og myndu gáfnaljósin falla á því ef að einbeitingin væri ekki í lagi.
EINFÖLDUM BÍLPRÓFIÐ!!!

takk fyrir
AxelF