Þetta sá ég í morgun og er ekki alveg að fíla þetta…

Kringlan vill ekki mislæg gatnamót
Rekstrarfélag Kringlunnar og Þyrpingar hf. er á móti gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut, sem hafa verið talin ein hættulegustu gatnamót borgarinnar. Þetta kemur fram í athugasemdum sem félagið sendi borgaryfirvöldum vegna nýs aðalskipulags.
Vísir, Mið. 17. apr. 07:27

Ég hef oft verið að spá í því hvers vegna ekki er búið að gera mislæg gatnamót á þessum stað. Það eru ótrúlega mörg slys sem að verða á þessum gatnamótum. Hvernig getur þetta Rekstrarfélag vogað sér að setja út á þetta. Í greininni eru þeir að tala um aðrar leiðir til að gera þetta en mín skoðun er sú að það verði að vera MISLÆG gatnamót.
Geta það verið rök í sjálfu sér að segja að aðgengi að Kringlunni verði ekki eins gott, þegar að mannslíf eru í húfi.

Afhverju þarf alltaf að fara í gang eitthvað djöfulsins væl þegar eitthvað á að gera. Geta ekki Kringlumenn bara haldið áfram að karpa um rúllustiga.

Hvað finnst fólki um þetta? Mislæg gatnamót eða ljósaskóg…

ESCOBAR
ESCOBAR