Tekið af textavarp.is
“Starfshópur sem ríkissaksóknari fól að kanna meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldi útilokar ekki að í einstaka tilvikum hefði niðurstaða máls getað orðið önnur ef betur hefði verið staðið að lögreglurannsókn. Rannsóknartíminn hefur lengst umtalsvert frá 1997.
Starfshópurinn skoðaði öll skráð kærumál vegna nauðgunar sem ekki sættu ákæru í 4,5 ár, það er frá miðju ári 1997 til ársloka 2001. Málin reyndust vera 124. Lögreglustjórar hættu rannsókn 71 máls og ríkissaksóknari felldi niður 53 mál. Ákært var í 23
nauðgunarmálum. Sakfellt var í 11, en sýknað í 9. Enn er ódæmt í þremur ákærumálum frá síðasta ári.”

Spáið í þessu! 124 mál og bara sakfelling í 11 málum ? Og trúlega hafa þessir 11. “óheppnu” glæpamenn fengið fáranlega létta dóma.
Er ég ein um að trúa því ekki að í 124.nauðgunum hafi hundrað og þrettán menn verið saklausir og bara ellefu sekir! Hvað er að þjóðfélagi sem sendir svona skilaboð til nauðgara, “jú þetta er nú ekki löglegt, en það eru samt yfirgnæfandi líkur á að þú sleppir með þetta”
urr.. ég verð fúl að hugsa um öll fórnarlömbin sem höfðu kjarkin í að kæra og fá svo svona móttökur, en sem betur fer þá verður vonandi eitthvað gert í þessum málum núna eftir þessa skýrslu eða ég ætla rétt að vona það!

Kv. EstHe
Kv. EstHer