Mig langaði að vekja athygli (þó þess gerist í raun ekki þörf) á einu sem fer rosalega í pirrunar á mér og það er notkun farsíma meðan keyrt er.

Mjög mikill hluti fólks í dag á og reyðir sig á “gemsann” sinn. Þetta apparatus sem fyrir 4-5 árum var algjör ónauðsyn er orðinn svo mikil nauðsyn í lífi okkar að mörg okkar geta ekki sinnt keyrslu án þess að þurfa að tala í þá.

Ég veit ekki hversu oft ég lendi á einhverjum sem ekur mjög leiðinlega eins og t.d. þarf 10-15 sek eftir að græna ljósið er komið til að koma sér af stað, eða þá fólki sem ekur eins og undir áhrifum áfengis því það er að reyna að skipta um gír og blaðra í samann á sama tíma.

Eins merkilegt og þetta athæfi er þá er þetta gjörsamlega óþarfi. Það er enginn sem getur sagt mér það að hann þurfi að blaðra í símann ÖLLUM stundum nema lítill hluti fólks vegna atvinnu.(Oftar en ekki er þetta fólk sem talar í símann ungt fólk) Og þeir sem þurfa að tala í símann hafi til þess tæki sem leyfa mönnum að tala í símann án þess að halda á honum. Hafiði heyrt um þetta? Þetta er algjörlega nýtt!! Kallast HANDFRJÁLSI BÚNAÐURINN! :) Og ef hann fer í pirrunar á fólki að þá er ekki til ein tegund af svona búnaði á markaðinum.

Samt sem áður notfærir fólk sér þetta ekki og ákveður þess í stað að blaðra í símann og taka ekkert eftir því sem það er að gera við aksturinn.

Lögreglan (og Alþingi) ákvað 1.Nóvember síðastliðinn að setja lög um að þetta væri bannað en jafnframt tóku þau þá ákvörðun að leyfa fólki að fá aðlögunartíma til 1.nóvember næstkomandi (það er að sekta fólk ekki fyrr en 1.nóvember) Þetta þótti mér og þykir enn algjör óþarfi. Það á að byrja að sekta þetta fólk strax svo það hætti nú að stofna sér OG MÉR (ásamt öðrum ökumönnum) í stóra hættu.

Mig langar að fá að vita hvað aðrir Hugarar hafa um þetta að segja!