Ég hef það eftir áreiðanlegir Disney teiknimynd að Atlantis er undan ströndum Íslands. Sagan segir að þetta borgríki hafi sokkið í sæ einhverntíman á fornöld en mig langar að leggja fram aðra kenningu.

Eyjan var einfaldlega tekin upp í skuldir og tilheyrir nú einhverjum öðrum.

Sagan er svo líklega gróusaga sem sem stjórnendur litla borgríkisins sögðu því þeir gátu ekki litið í spegil af skömm eftir að hafa í aðgerðum og aðgerðaleysi stýrt borgríkinu blómstrandi í þrot.

Ég las í skruddu sem ég fékk á Dale Carnegie námskeiði fyrir löngu síðan að fólk gæti alltaf réttlætt það sem það gerir eða gerði. Í kaflanum var svo tekið dæmi um fjöldamorðingja í mafíunni sem var að deyja í skotbardaga við lögguna, en hann skrifaði með blóði sínu “ég er fórnarlamb aðstæðna, ég mundi ekki gera flugu mein” eða eitthvað álíka.

Eftir að hann deyr eru engar líkur á að mafían hætti sinni starfsem, hún þvert á móti heldur áfram en passar sig betur næst að láta ekki ná sér.

Vinnubrögð allflestra íslenskra stjórnmálaflokka eru farin að minna á skipulagða glæpastarfsemi. Ítrekað eru lög brotin og vinum og vandamönnum komið í þægilegar stöður. Væri ekki rétt að álykta að manneskja sem ráðin er á ólöglegan hátt muni bera litla virðingu fyrir lögunum sem um starfið gilda? Fyrstu skilaboðin sem hún fékk í sínu nýja starfi voru “okkar vilji er ofar lögum”.

Að brjóta ítrekað lög ætti að kalla á einhverskonar síbrotagæslu, í það minnsta ætti fjöldi brota að leiða til þess að eftirlit yrði hert og komið í veg fyrir að svona lögbrot endurtaki sig.

Aftur gildir regla No.1 “okkar vilji er ofar lögum” og ekkert er að gert.

Að verða vitni að því að Alþingi, heilagasta stofnun okkar Íslendinga sé misnotuð í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að stjórnarskránni sé framfylgt er hneiksli. Landsdómur er lögboðin leið fyrir sakamenn af þessari stærðargráðu, í þessum geira og vegna þessara brota.

Þeir vissu það sjálfir, þetta kemur þeim ekkert á óvart. Það sem kemur þeimá óvart er að regla No.1 hefur verið brotin “okkar vilji er ofar lögum” reglan er eitthvað að klikka. En það er barist við að viðhalda þessari óskrifuðu reglu sem gildir einungis um 63 og vini, samstarfsmenn og fjölskyldur þeirra.

Skömmin er orðin svo mikil að margir eru fyrir löngu búnir að missa trúnna á samfélagið og eru farnir annað og í þessum hóp fjölgar ört.

Mér finnst það sárt, yfirgengilega sárt að þurfa lifa með þessari skömm og ég neita að gera það lengur. Ég vil nýtt fólk á Alþingi og opnara kosningakerfi sem setur ekki þær hömlur á einstaklinga að þurf að vera í mafíunni til að komast að.

Án þess munu flokkarnir fara í andlitsliftingu og stólarnir á Alþingi verða leppaðir frá flokksskrifstofunum þar sem sama hyskið mun fjarstýra næstu kynslóð mafíósa.

Á ekki að drífa sig út með ruslið þegar það er farið að lykta svona illa.