Nú hefur Hæstiréttur úrskurðað gengislán ólögmæt og að í stað erlendra vaxta og tengingu höfuðstóls við gengi gjaldmiðla skuli nota lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans.

Allt gott og blessað EF komið er í veg fyrir vaxtavexti.
Jafngreiðslulán (jafnar greiðslur) lúta öðrum lögmálum en venjuleg lán (jafnar afborganir).

Jafngreiðslulán bera að jafnaði mun lægri nafnvexti þar sem reikniaðferðin leiðir til þess að vextir eru mikið reiknaðir af vöxtum sem lagðir hafa verið við höfuðstólinn m.ö.o. vextir af vöxtum.

Ef við berum saman afborganir þessara tveggja tegunda af lánum bæði fyrir bílalán 84 mánuði og svo húsnæðislán 480 mánuði þá er munurinn nokkur:

Jafnar afborganir 84 mánuðir = 1.531.250 kr. sem lántaki þarf að endurgreiða.

Jafngreiðslulán í 84 mánuðir = 1.620.927 kr. sem lántaki þarf að endurgreiða.

Yfir allt tímabilið þarf lántaki því að greiða 5,85% meira ef um jafngreiðslulán er að ræða.

Jafnar afborganir 480 mánuðir = 4.006.250 kr. sem lántaki þarf að endurgreiða.

Jafngreiðslulán í 480 mánuðir = 6.015.476 kr. sem lántaki þarf að endurgreiða.

Yfir allt tímabilið þarf lántaki því að greiða 50,15% meira ef um jafngreiðslulán er að ræða.

Þess má geta að í upphafi lánstíma leggjast þessar vaxtaálögur mest á lánið og valda því að afborganir út lánstímann verða hærri en ella.

Þegar bankarnir endurreikna skuldir fólks, hvora aðferðina haldið þið að þeir velji?

Hæstiréttur gleymdi þessum mikilvægu atriðum sem og rétti fólks til að fá vexti af þeim upphæðum sem ofgreiddar hafa verið.

Það má nefnilega ekki gleymast að ef bankarnir innheimta of mikið einn mánuðinn þá hefðu lántakar getað ávaxtað mismuninn betur en skv. lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabankans.

Því hallar þessi dómur nokkuð á neytendur og mörg göt skilin eftir fyrir lögfræðinga fjármálastofnana að túlka.