Nú er allt að springa úr rifrildum og rökræðum um Palestínumenn og Ísraela, mér langar svolítið bara til þess að minna fólk á aðrar þjóðir sem búa við svipuð skilyrði.
Landið Tyrkland (sem er í Nató) er byggt af fjölmörgum þjóðflokkum og þar af er sá fjölmennasti Tyrkirnir í vestur hlutanum og næst fjölmennasti Kúrdarnir í austur hlutanum.
Tyrkir hafa skipulega verið að reyna að útrýma Kúrdum í marga áratugi og hafa reynt að flæma þá í sífellu af landinu sínu. Þeir hafa meira að segja ruðst með hernum sínum inn í ÍRAK til að slátra kúrdneskum, nú eru Tyrkir í Nató og eru að sækja um að ganga í ESB. Skrýtið hve lítið er rætt um þetta ekki svo ólíka mál.
Annað ríki sem þó er talsvert skárra aðallega af því það er ekki að reyna að útrýma nágranna þjóð sinni er spánn. Ríki sem flestir Íslendingar styrkja efnahagslega í sumarfríinu sínu. Baskar hafa lengi verið að berjast fyrir sjálfstæði sínu, og eru mikið fyrir að sprengja fólk í þágu málsstaðarins. Þótt að það sé rangt af þeim að berjast á slíkan máta, þá styð ég þá eindregið því allar þjóðir eiga rétt á sínu sjálfstæði.

AÐ vísu er mér svo sem sama um Baska Kúrda og Palestínumenn, því ég þekki enga og þykir ekkert ógurlega vænt um menningu þeirra. Ég er að vísu forvitin og hef mjög gaman af því að kynna mér sögu, sögur og goðsagnir annara þjóða. En afstaða mín og í raun okkar allra er það þetta sé málefni til að rökræða en ekki til að hafa áhrif á.

Já já, það er svo sem gott og blessað að hrópa, BUSH ÆTTI AÐ BERJA VONDU ÍSRAELANNA. eða segja: LÍTUM Á ÞETTA FRÁ SAGNFRÆÐILEGU SJÓNARHORNI.
En okkur er öllum sama, við látum stýrast af fjölmiðlum um hvaða umræðuefni er á dagskrá. Það er enþá stríð í Tjetjeníu afhverju talar enginn um það?

Ég vil spurja ykkur öll: Hvenær gerðuð þið eitthvað sem stuðlar að veraldarfriði? Hvenær björguðuð þið lífi hungraðra afríkubarna seinast, Afhverju viðurkennir fólk ekki frammi fyrir öðrum að því sé sama um alla nema sig og sína. Það er satt við erum ekki góð, góðmennska er ekki til, a.m.k. hef ég ekki séð hana.

Aðgerðarleysi er sama og samþykki (EKKI SATT?)

Ég stend hér enþá aðgerðarlaus, Ariel Sharon þú hefur hér með samþykki mitt.