Í kjölfarið þess að ísland hefur tekið það að sér að halda NATO fund hérna á landi hefur lögreglan fjárfest í nýjum búnaði. Svo segir á múrinn.is (<a href=http://www.murinn.is/prenta.asp?nr=458&gerd=Frettir&arg=2>http://www.murinn.is/prenta.asp?nr=458&gerd=Frettir&arg=2</a>). Persónulega finnst mér að lögreglugæsla hefur aukist til muna eftir 11 sept. Sumir munu þá halda að það væri vegna hryðjuverka-brjálæðisins sem hefur geisað um heim allan en ég held að ástæðan er önnur. Ríkistjórnin hefur tekið stefnu sem fjöldi fólks er ekki sammála.

Til dæmis var ég einn af mörgum sem fóru að mótmæla stefnu Ísraelstjórnar fyrir framan Grand-hótel um daginn. Mótmælin voru afar friðsamlegt og einu átökin sem urðu sem ég var vitni af var þegar lögregluþjónn reif af mér gulan borða, merktur löggunni (sem var uþb. 30 cm á lengd). Eftir að hafa staðið í slyddu í uþb klukkutíma og beðið eftir persónu sem þorði ekki að sýna andlit sitt þarna fór ég bakvið húsið í leit minni að strætóskýli (sem ég fann stuttu síðar) en þar blasa við mér 3-4 lögreglu bílar, fullir af víkingasveitinni. Ég er ekki viss en ég hafði giskað á uþb 20 manns úr þeirri sveit í þessum bílum. Það er greinilegt að lögreglan er öllu viðbúin.

Ég verð að játa að ég móðgaðist. Mér fannst að það var komið fram við þessa borgara sem hafa ákveðið að mótmæla eins og glæpamenn sem maður getur aldrei verið of varkár með. Lögreglan leit á þessi mótmæli eins og einhverskonar hættu og það er greinilegt að mótmæli eru ekki vinsæl meðal stjórnendur þessars lands.Mér finnst það ansi skrítið af því að akkúrat það að mótmæla er það sem ætti að gera lýðræði að lýðræði. Þið þekkið þessi frægu orð: “Vér mótmælum”.

Og það er heldur ekki að ástæðulausu að fólk mótmælir og að þau stundum lenda í slagsmálum við lögreglu. Fólk er ekki sátt. Fólk er ekki sammála. Fólk er reitt vegna þess að því finnst ekki að það stjórni landinu. Fólk vill ekki að vissir aðilar taka ákvarðanir fyrir það og vaði síðan bara yfir það. Fólk vill lýðræði. Fólk vill ekki bíða fjögur ár í viðbót til þess að reka þessa “léglega stjórnendur landsins”.

LÝÐ-RÆÐI: Stjórnarháttur þar sem lýðurinn ræður!

Og það skemmtilegasta við þetta er það að þessi blessuðu mótmæli skipta engu ef stjórnendurnir vilja ekki að það skipti ekki máli. Þetta þarf ekki að hafa áhrif á neitt sem gerist í ráðuneitunum. Ákvarðanir eins og hvort ísland ætti að styðja stefnu BNA í hryðjuverkum á fólk að taka..

Mín skoðun á þessu er það að fólk ætti að hætta að mótmæla og byrja að krefjast. Krefjast þess að það muni ráða einhverju! Ég er ekki að kynda undir ofbeldi og tel ég að það er ekki lausnin, fyrr en allt annað hefur brugðist. Ég tel að hægt sé að koma á meiri lýðræðiá, án þess að þurfa að berja neinn. Ég reikna ekki með að fólk stormi út á götu og geri byltingu. Ég treysti því að Alþingismenn hlusta á íbúa þessar lands og geri það sem fólkið vill!

Annars þurfum við að bíða í 4 ár þar til við getum “löglega” reka þá…

“Power to the People”
–krizzi–
N/A