Blackwater Worldwide og fjölmiðlar Hér er ritgerð sem ég gerði fyrir um tveimur árum síðan. Hún fjallar um öryggisfyrirtækið Blackwater Worldwide, umfjöllun fjölmiðla á fyrirtækið og almenningsálit.
Enjoy.
Inngangur
Hér verður fjallað um einkafyrirtækið Blackwater en það er bandarískt einkafyrirtæki sem sérhæfir sig í hernaði og öryggisþjónustu. Farið verður stutt í sögu fyrirtækisins og fjallað verður um starfsemi þess í Iraq. Einnig verður fjallað um hvernig fjölmiðlar hafa skrifað um fyrirtækið og almenningsálit dregið af þeirri umfjöllun.
Um Blackwater
Blackwater var stofnað árið 1997 af Erik Prince og Al Clark. Blackwater Worldwide er skilgreint sem öryggisverktaki eða málaliði. Yfir 90 % af tekjum Blackwater koma frá ríkissamningum, en fyrirtækið er t.d. með samning hjá bandarískum yfirvöldum sem felur í sér öryggisþjónustu í Iraq. Áður hét fyrirtækið Blackwater USA en árið 2007 var nafninu breytt í Blackwater Worldwide. Fyrirtækið er með æfingaraðstöðu í Bandaríkjunum en það tekur að sér að þjálfa yfir 40.000 manns á ári.

Það er þá aðallega fólk frá Bandaríkjunum eða erlendar hersveitir og lögreglur. Þjálfunin felst í hernaðalegum aðgerðum og einnig minni verkefnum eins og þjálfun öryggisvarðar. Á heimasíðu þeirra er hægt að sjá stundaskrá yfir þá tíma sem í boði eru. Þar er boðið upp á ýmislegt eins og köfun, hundaþjálfun fyrir hernað, þjálfun fyrir sérsveitakennara og sérsveitamanna o.m.fl.

Það er óhætt að segja að Blackwater sé mjög umdeild fyrirtæki og er ein ástæðan sú að fyrirtækið er að græða peninga á stríðsástandi í heiminum. Samtök sem berjast fyrir frið og setja sig gegn stríði eru eðlilega mjög gagnrýnin á Blackwater. Á netsíðunni “http://iraqforsale.org” er eftirfarandi haft eftir aðstoðar forstjóra fyrirtækisins: “We're low cost and fast. The question is, who's going to let us play on their team?” Eða: “Við erum ódýrir og fljótir. Spurningin er bara, hver vill leyfa okkur að spila með sér?”

Einkafyrirtæki í stríðsrekstri eru sífellt að spila stærri hlutverk í stríðshrjáðum löndum og ef marka má grein sem birtist í New York Times árið 2004 sem skrifuð er af Barry Yeoman, þá eru einkafyrirtæki að græða um 100 milljarða dollara yfir árið um allan heim.
Starfsemin í Iraq
Blackwater hefur spilað talsvert stórt hlutverk í Iraq stríðinu, síðan árið 2003, sem verktaki fyrir Bandaríkin. Fyrsti stóri samningurinn sem fyrirtækið gerði við Bandaríkin hljómaði upp á 21 milljónir dollara og í honum fólst að verja menn sem störfuðu fyrir CPA (Coalition Provisional Authority, nefnd sem tók við stjórn landsins eftir fall Bagdad).

Fyrirtækið sinnir ýmsum verkefnum í Iraq og eru verkefnin meðal þess t.d. að vernda bandaríska embættismenn og embættismenn frá öðrum löndum. Einnig fékk fyrirtækið það verkefni árið 2006 að verja bandaríska sendiráðið í Iraq sem er eitt stærsta sendiráð í eigu Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn hefur borgað fyrirtækinu meira en 832 milljónir dollara fyrir að gegna öryggishlutverkum milli árana 2004 og 2006 ef marka má fréttavef BBC.
Umfjöllun um Blackwater í fjölmiðlum
Fjölmiðlar hafa mikið fjallað um Blackwater síðastliðin ár og þá hefur sú umfjöllun beinst að málum sem upp hafa komið í tengslum við fyrirtækið. Þó er aðallega eitt mál sem hefur verið fjallað um.

Í New York Times kom grein um mál þar sem meðlimir Blackwater eru sakaðir um að hafa drepið 17 manns. Þar er talið að allavega hafi 14 af drápunum verið að tilefnislausu en sagt er að skothríðin hafi hafist eftir að sprengja sprakk nálægt bílalest Blackwater.

Margir fjölmiðlar fjölluðu um atvikið og ef leitaskilyrðin “Blackwater” eru skrifuð inn á Morgunblaðsvefnum, þá koma upp 14 fréttir og tengjast flestar fréttirnar þessu tiltekna atviki. Meðal þeirra frétta sem koma upp er frétt sem skrifuð var stuttu eftir atvikið og kemur þar fram að engar vísbendingar bendi til þess að skotið hafi verið á öryggisverði Blackwater í þessu tiltekna máli. Einnig kemur fram frétt þar sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist ætla að sjá til þess að eftirlit yrði hert með einkafyrirtækinu Blackwater í kjölfar skotárásarinnar þann 30. september 2007. En Blackwater nýtur friðhelgi í Iraq.

Bandaríkur embættismaður, Richard Griffin að nafni, sagði af sér í kjölfarið af því þegar tilkynning barst þess efnis að eftirlit yrði hert með öryggisfyrirtækjum í Iraq samkvæmt fréttavef BBC. Þar segir einnig að stjórnvöld í Iraq hafi brugðist illa við árásunum og viljað að Blackwater fari úr landinu. Í fréttinni kemur einnig fram að stjórnarformaður fyrirtækisins neiti því að skothríðin hafi verið framkvæmt að ástæðulausu og segir meðlimi fyrirtækisins hafa einungis verið að verjast skothríð. Þessi frétt segir okkur hve mikil áhrif gjörðir meðlima Blackwater geti haft á starfsemi Bandaríkjanna í Iraq, þegar embættismaður segir af sér vegna máls sem tengist því.

Þó kemur fram á fréttavef BBC að í apríl síðastliðnum hafi öryggissamningnum milli Bandaríkjanna og Blackwater verið framlengdur um eitt ár. Þ.e. samningurinn sem felur í sér að Blackwater verji embættismenn frá Bandaríkjunum. Þá segir talsmaður Iraq stjórnarinnar að fyrirtækið muni fylgja sömu lögum og gilda í landinu.

Í New York Times var birt grein um bókina “Blackwater: The Rise of the World’s Most Powerful Mercenary Army” eftir Jeremy Scahill. Þar segir hann að Blackwater sé besti launþeginn í stríðinu gegn hryðjuverkum.

Í greininni er tekið viðtal við Gary Jackson, forstjóra Blackwater. Þar er hann m.a. spurður að því hvort Blackwater sé einkaher og hvort Blackwater geti tekið að sér verkefni gegn vilja Bandaríkjanna. Hann segir að Blackwater sé ekki einkaher, heldur séu þetta hópur reyndra manna sem verja ríkiserindreka, þjálfa vinaþjóðir og styðja við bakið á sumum af múslimunum sem séu vinveittir Bandaríkjunum. Við seinni spurningunni segir hann að Blackwater sé skuldbundið til að styðja við þjóðaröryggi og stefnu sem miðar út fyrir Bandaríkin. Hann segir að fyrirtækið hafi hafnað mögum verkefnum og að ekkert bandarískt fyrirtæki geti aðstoðað erlent her- eða lögreglulið án þess að hafa til þess leyfi frá bandarískum yfirvöldum.
Lokaorð
Það eru misjafnar skoðanir manna um einkarekin öryggis- og hernaðar fyrirtæki og að hinir og þessir aðilar skuli græða á stríðsástandi sem ríkir í heiminum. Mikið er fjallað um málið þar sem meðlimir Blackwater fyrirtækisins skutu 17 manns, í erlendum og innlendum fjölmiðlum. Þegar leitað er eftir einhverju sem tengist Blackwater á heimasíðum ýmissa fjölmiðla, þá er erfitt að finna einhverja umfjöllun sem tengist ekki þessu tiltekna máli.

Það má segja að Blackwater gegni stóru og miklu hlutverki í Iraq og hefur fyrirtækið væntanlega haft áhrif á þróun stríðsins.

Þó eru fleiri atvik sem tengjast starfsemi Blackwater í Iraq og hafa verið í umræðunni, heldur en það sem nefnt er hér að ofan. Þar má nefna atvik sem gerðist árið 2004 þegar fjórir meðlimir fyrirtækisins voru drepnir í Fallujah og líkin þeirra hengd. Þetta varð ein af ástæðunum fyrir stórri innrás Bandaríkjahers inn í borgina sem kostuðu mjög marga lífið. Það er því óhætt að segja að Blackwater hafi hugsanlega haft einhver áhrif á þróun stríðsins og þar með einnig haft áhrif á almenningsálit á bandarísk stjórnvöld þar sem árásin á Fallujah árið 2004, og aðferðin sem notuð var við þá árás, var harðlega gagnrýnd um nánast allan heim.

Blackwater fær ekki mjög jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum en fjölmiðlar eru langt í frá að fjalla um einhver góðverk fyrirtækisins, þrátt fyrir að þeir séu að gegna mikilvægu starfi í þágu Bandaríkjanna í stríðinu í Iraq og má því ætla að almenningsálitið á Blackwater sé mjög neikvætt.
Heimildir
Höfundur ekki þekktur; Corporate history; http://en.wikipedia.org/wiki/Blackwater_USA

Höfundur ekki þekktur; stundaskrá; http://www.bwtrainingcenter.com/moyock/MYK_2009Schedule.htm

Barry Yeoman; Need an Army? Just pick up the phone”; http://www.barryyeoman.com/articles/needanarmy.html

Höfundur ekki þekktur; Blackwater boss grilled over Iraq; http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/7024370.stm

Paul von Zielbauer; FBI Says Guards Killed 14 Iraqis Without Cause; http://www.nytimes.com/2007/11/14/world/middleeast/14blackwater.html?pagewanted=2&_r=1

Höfundar ekki þekktir; ýmsar greinar;
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2007/10/12/engar_visbendingar_um_ad_skotid_hafi_verid_a_oryggi/
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2007/10/05/rice_herdir_eftirlit_med_blackwater/
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2007/10/25/bandariskur_embaettismadur_segir_af_ser_vegna_black/

Höfundur ekki þekktur; Blackwater men “given immunity; http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/7068600.stm

Höfundur ekki þekktur; Blackwater Iraq contract renewed; http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/7331972.stm

Tim Weiner; A Security Contractor Defends His Team, Which, He Says, Is Not a Private Army; http://www.nytimes.com/2007/04/29/weekinreview/29reading.html?scp=2&sq=Blackwater%20supply&st=cse

Höfundur ekki þekktur; Fallujah; http://en.wikipedia.org/wiki/Blackwater_Worldwide