Ég var að skoða vef “the sun” áðan og rakst á grein sem mér þótti áhugaverð, svo virðist vera sem Bush forseti BNA hafi sett toll á innfluttning á stáli, þetta hefur stefnd þúsundum starfa í Bretlandi og annarsstaðar í voða. Leiðtogar Evrópusambandsins gripu til þess ráðs að hefja hefndaraðgerða gegn BNA, þeir hafa lagt 1.5 BILLJÓN punda skatt á frægar innfluttningsvörur frá bandaríkjunum, það vekur athygli að allar þessar vörur eru framleiddar í ríkjum þar sem Bush vann í síðustu kostningum.
1. Wisconsin
-Harley Davidsson
2.N-Carolina
-vefnaðarvörur & klæðnaður
3.Pennsylvania
-Stál
4.V-Virgina
-Stál
5.S-Carolina
-Vefnaðarvörur og klæðnaður
6.Florida
-Appelsínusafi

Tony Blair fer sennilega hjá sér því að í sama mund og þetta fer í á kostningaborððinu hjá leiðtogum EU er hann í heimsókn hjá forsetanum. Ég veit ekki með ykkur en ég bíð spenntur eftir að sjá hvort þessar tillögur komast í gegn og hvort þetta sé kannski byrjunin á efnahagsstríði milli BNA og EU.