Ég hef undanfarið aðeins velt fyrir mér kristninni og öðrum trúarbröðgum. Ég trúi ekki á guð og hef ekki gert í nokkur ár. Í menntaskóla var mér nánast kennt að sniðganga trúna af líffræðikennara mínum sem var gáfaður og skemmtilegur trúleysingi.
Frá því fólk fæðist er það [yfirleitt] skýrt og kennt að lifa eftir kristinni trú. Þegar árin líða kemst maður að því að það er til fólk í heiminum sem trúir ekki á guð, heldur hina ýmsu aðra guði eða eitthvað allt annað. Svo þegar líður á skólagönguna er manni kennt hvorttveggja í senn, kristinfræði og hinar ýmsu raungreinar sem koma með ákveðin mótrök gagnvart biblíunni. Á ákveðnum tímapunkti spyr maður sjálfan sig hvort það sé búið að hafa mann að fífli í gegnum árin eins og þegar það var logið að manni að jólasveinninn væri til þegar maður var yngri.
Eftir því sem ég læri meira og kynni mér trúarbrögðin betur trúi ég minna og minna. Er nýlega búinn að heyra það að í fyrstu eintökum af nýja testamentinu kemur hvergi fram að Jesú hafi verið krossfestur eða verið drepinn á einn eða annan hátt.
Ef ég fer til helvítis fyrir að trúa ekki á guð, þá tek ég amk alla hina rúmlega fjóra milljarða ókristnu sem ganga á jörðinni með mér…
Kv. Trúleysingi