Eitt sem mig langar að vita.

Nú er ég einn af þeim sem kallast hlédrægur eða feiminn, dæmið fyrir ykkur sjálf.
Ekki þó feiminn þegar að því kemur, en ég nota tímann sem ég tek í að kynnast fólki til að fylgjast með því, athuga eitt og annað, svo sem hegðun og atferli.

Finnst fólki þetta óþægilegt?
Að fólk skuli ekki segja neitt og fylgast með þeirr hegðun?
Að fólk skuli sitja og þegja í langan tíma?

Eins og ég er þarf fólkið sem ég kynnist hægt og rólega að vinna sér inn traust mitt.
Ég hef lent í sumu fólki sem má ekki segja neitt án þess að segja frá því. Ég sem dæmi held ég kunni að vega og meta hvenær má segja fólki það sem ég heyri frá öðrum og yfirleitt segi ég engum frá því sem annar segir mér því það kemur mér sjálfum varla við (nema áhyggjur séu í gangi, eða slíkt (eins og ég hef haft af einum minna vina nýlega))

Finnst fólk þetta abnormal?
Að fólk geti ekki haft samskipti fyrstu kynni sín?
Eða er þetta eitthvað sem maður þarf að taka sig á með?
'Eg spyr ykkur álits því ég held að ég sé ekki einn um að vera svona og vonast eftir svörum, öðrum en frá fíflum sem gagnrýna eitthvað sem þeir hafa ekki hundsvit á (og vonast eftir +20 áliti)

Dæmi : Ég kem inní hóp sem vinur minn þekkir. Ég segi ekki orð nema á mig sé yrt. Svo eftir nokkra fundi byrjar að losna um málbeinið.

Er þetta óþarfa feimni eða eðlilegt að einhverra áliti?
Er þetta vantraust á fólki sem þú þekkir ekki?
Er þetta hræðsla við að gera eitthvað sem ekki hefur verið gert áður af þér?
Venjuleg feimni?

Vanalega er ég ekki vanur að leita til fólks sem ég ekki þekki, en þar sem ég hef oft séð mjög gáfuleg og flott svör við svona spurningum þá endilega svara eftir bestu getu.

Vonast eftir góðum svörum.

Kveðja og von um góð svör
ViceRoy