Bandaríkjaher undirbýr framleiðslu kjarnaorkuvopna Ég var að heyra það í fréttunum í dag að það hafi lekið út skýrsla frá Pentagon um það að Bandaríkjaher ætli að láta smíða nýar tegundir af kjarnaorkusprengjum.

Þessar sprengjur verða einhverskonar litlar kjarnaorkusprengjur sem eru ætlaðar til þess að svara fyrir sýkla og kjarnaorkuárásir frá “máttarstólpi hinns illa”; Kína, Rússlandi, Íran, Írak, N-Kóreu, Lýbíu og Sýrlandi.

Þeir ætla m.a. í að nota þessar sprengjur í stríði á milli Kína og Kóreu og jafnvel í veseninu á milli Ísrael og Palestínu.

Pentagon vill ekki segja neitt um þetta mál.

Fyrir mér virðist þetta allt saman vera upphafið á nýrri heimstyrjöld eða vígbúnaðarkapphlaupi.