Íslenska þjóðin er vel menntuð. Þá á ég við að virkilega stór hluti Íslendinga hefur menntað sig umfram skólaskylduna góðu, 1.-10.bekk.

Skólaskyldan ein og sér tryggir að allir/flestir Íslendingar læri; að lesa og skrifa, grunninn að tölvunotkun, ensku, dönsku, Íslandssögu o.s.frv. Slík kennsla er til fyrirmyndar og tryggir að þegnarnir séu eð mestu viðræðuhæfir og geti myndað sínar eigin skoðanir og staðið á þeim rökfastir.

Við göngum þó vel flest lengra og menntum okkur meira… og jafnvel enn meira.

Þegar það kemur tími til að nýta þessa menntun þá finnst mér eitthvað bresta. Það verður einhverskonar siðrof. Ekki að ég hafi lært þessa skilgreiningu einhversstaaðr heldur Googlaði ég hana rétt áður en ég póstaði þessa grein en skilgreiningin sem ég fann er:

Siðrof: Þegar viðmið samfélagsins veikjast og hverfa – upplausn.

Þar til ég fann þessa skilgreiningu þá notaði ég orð eins og „almenn óskilgreining“ til að lýsa því sem ég er að reyna koma áleiðis með þessari grein.

Allavega – Þegar Íslendingar fara að hagnýta sína menntun þá finnst mér almennt kæruleysi viðvarandi.

Í stað þess að gera vinnuna staðlaða, þægilega og örugga þá er farið í að vinna „listaverk“ í hverju verkefni. Það er fundið upp hjólið í hvert skipti sem það þarf að fara eitthvað og litið yfir nýjustu vörulista allra bílaframleiðanda. Það er ekki kannað hvað sé að reynast vel því það hefur enginn skráð hjá sér hvað hefur áður verið keypt eða gert.

Ég hef heyrt um tölvunarfræðinga sem vinna að verkefni tímabundið eftir verkefnalýsingu sem er eitt A4 blað og þeir skrá ekki hvað þeir eru að gera. Þegar annar tölvunarfræðingur tekur við verkefninu þá þarf hann að „backward engineera“ allt sem sá fyrri vann svo hann geti áttað sig á því og haldið áfram.

Það var einnig ómögulegt fyrir einhvern að hafa eftirlit með því sem sá fyrri var að gera þar sem hvernig hefði eftirlitsaðilinn átt að gera það?

Þetta er kannski spes dæmi en annað dæmi er t.d. íslensku bankamennirnir. Ef þeir hefðu „loggað“ eða „þurft að logga“ það sem þeir gerðu/gera þá hefði verið lítið eða minna mál að greina hvar og afhverju lestin fór út af sporinu… og hver bæri ábyrgð.

Við erum að ég held að misnota frelsið á þessari litlu eyju til að gera það sem við viljum eins og við viljum og ef við getum það ekki þá gerum við það sem okkur langar EKKI til eins og við viljum, sbr. eitthvað leiðinlegt í vinnunni.

Stöluð vinnubrögð eru litin hornauga á Íslandi, þau eru ekki velkomin því fólk setur samasem merki milli staðla og hafta.

Staðlar setja okkur vissulega höft en þessi höft eru sett til að koma í veg fyrir slæleg vinnubrögð en ekki frammúrskarandi. Þegar einhver getur betur en staðlarnir segja til um þá eiga staðlarnir ekki að haldast óbreyttir, þá eiga þeir að breytast og tryggja áfram „bestu vinnubrögðin“.

Mig grunar að þessar „listir“ íslenskra menntamanna séu að koma í bakið á okkur núna og það fast. Ástæðan er einfaldlega sú að í stað þess að vinna vinnuna sína og ná að taka BESTU ákvarðanir 25% tilvika og nógu góðar í 50% tilfella þá hafa vinnubrögð margra skilað 5% BESTU ákvörðunum og 35% nógu góðum.

Ákvarðanir segi ég vera afleiðingar af greiningum úr fyrirliggjandi gögnum. Í dag eru fyrirliggjandi gögn einfaldlega ekki til, röng og jafnvel villandi þar sem sárafáir einstaklingar/fyrirtæki hafa séð sóma sinn í að skrá þau rétt.

Mér finnst reyndar mjög ljótt af mér að kalla þetta „listir“ þar sem listamenn læra að hafa stjórn á sinni sköpun og vanda til verka sama hvernig verk þeir búa til. Íslenskt viðskiptalif, iðnaður, þjónusta og stjórnsýsla mætti læra margt af þeim.

Það hryggir mig að núna undanfarið misseri að hafa átt samskipti við fólk sem er ekki að átta sig á að það er einfaldlega að uppskera eins og það sáði. Þegar það er ekki vandað til verka þá er afurðin í samræmi. Barnaskólastærðfræðin kennir að 1+1=2.

Ef lóðin fyrir húsið þitt kostaði 10 milljónir, það kostaði 30 milljónir að byggja það þá er það 40 milljón króna virði c.a. alveg sama hvað markaðurinn sagði 2007.

Jú - það mun hækka í verði aftur seinna en það mun ekki byrja að gerast fyrr en seint og síðar meir, segjum 2010.

Ef þú tókst lán þá mun það hækka vegna vaxta og verðbóta og éta upp þinn eignahluta.

Nei – það er engin auðveld leið út úr þessu „you can´t eat your cake and have it“

Vá… ætlaði ekki að fara tuða um þetta líka…

En það sem ég á við með slælegri hagnýtingu menntunar er að allir/margir „ - fræðingarnir“ okkar vinna illa og skila litlu sem engu af sér þar sem það er enginn agi. Það er engum refsað fyrir að standa sig ekki sbr. þingmenn, stjórnmálamenn, embættismenn, skilanefndarmenn, forstjóra o.h.f. fyrirtækja eða bara forstjórum almennt.

Það eru engin mörk hvorki skrifuð né óskrifuð. Á meðan ástandið er þannig þá þarf enginn að vanda sig því afleiðingarnar skipta hann engu máli.

Hvað er t.d. verið að kenna auðmönnunum með því að frysta ekki eigur þeirra og skoða sérstaklega þeirra mál sem voru viðriðnir bankana?

Að þeir gerðu ekkert rangt.

Ef þeir gerðu svo eitthvað rangt þá er verið að kenna þeim að „þið gerðuð ekki nógu mikið af ykkur til að vera skoðaðir sérstaklega“.

Tannlæknum er aftur á móti kennt á sama tíma að „gefir þú út rangan reikning þá ertu kærður og tekinn í þriggja ára rannsókn.“ Sbr. mál einns á Suðurnesjunum sem rataði í blöðin fyrir skemmstu.
Hvað með ársreikningaskil… afhverju eru ekki harðari refsingar við að skila þessu of seint eða illa?

Það ætti einfaldlega að banna viðskipti með bréf fyrirtækja sem skila of seint og svo væri það hluthafa að sjá um að refsa fyrir slík brot.

Það verður virkilega forvitnilegt að sjá hvernig þessir menn munu allir spjara sig. Ef einhver þeirra kemst í stjórn einhvers fyrirtækis sem ég hef fjárfest í þá mun ég selja mitt ASAP.

Ég ætla ekki að taka þessa menn í sátt EKKI NOKKURNTÍMAN.

Að þeir séu í vinnu hjá bönkunum enn í dag er mér gáta og ég fæ illt í magann þegar ég hugsa um hverjir eru enn í dag hjá bönkunum þ.m.t. Seðlabankanum og hafa örugga vinnu meðan hellingur af saklausu fólki fer í þrot og atvinnuleysi vegna ástandsins sem þeir hafa skapað.

Ég vil nefnilega líka gera undirmennina svolítið ábyrga með því að fera „já“ menn og fúskara.

Hver sá sem mataði Björgúlfana með upplýsingum, s+á sem vann þær upplýsingar og sá sem skráði gögnin sem þær upplýsingar voru unanr úr… einhversstaðar á þessari leið voru mistölin gerð sem leiddu til þeirra röngu ákvarðana, ákvörðunin var því kannski rétt en upplýsingarnar rangar.

En svona mistök eru skuggalega algeng í íslensku samfélagi vegna skorts á aga og stöðluðum vinnubrögðum.

Gegnsæi fylgir stöðluðum vinnubrögðum því þá er skráð hvernig upplýsingar voru skráðar, hvernig þær voru sóttar, hvernig var unnið úr þeim, hver túlkun þeirra var og hvaða ákvarðanir voru teknar byggðar á þeim.

Þar til rétt viðhorf er orðið ríkjandi hér á landi verður ekki hægt að treysta neinu almennilega frá einu eða neinum.

Ísland er einfaldlega „happa glappa“ á allt of mörgum sviðum.