Ríkið er alls staðar

Það hnýsist ofan i bankareikninga, heimilisbókhaldið, farangurinn og önnur einkamál sem koma engum öðrum en Þér við. Það ákveður hvaða vörur og hvernig vörur Þóknast þér, hvað er hollt og óhollt fyrir Þig. Það ákveður hvernig Þú mátt stunda kynlíf . Thad neyðir þig til ad borga í lifeyrissjóði sem gefa littla ávöxtun, neyðir þig til ad borga mun meira en þörf er á fyrir matvöru, bensín og aðrar vörur og þjónustu. Það tekur lán a þínu nafni sem þú og afkomendur þínir þurfa ad endurgreiða(….with a vengeance). Og fyrir thessa höfðinglegu þjónustu tekur þad um helming af tekjum þínum.

Þessi “auðmjúki þjónn fólksins” fleygði grímunni fyrir löngu síðan og opinberaði sitt sanna andlit; Meistari sem sækist til meiri og meiri valda.

En hvað er Ríkið?

Ég er nokkuð viss um að engir tveir komist að sömu niðurstöðu um hvernig eigi að skilgreina Ríkið.

Hvað afmarkar Ríkið frá frjálst reknum félögum og fyrirtækjum í samfélaginu?

Er Ríkið eina hreyfingin sem getur ráðist i stór verkefni?
Nei, stór fyrirtæki geta tekið flest allt að sér sem Ríkið tekur að sér, sem dæmi má nefna að 1995 réðst fyrirtækið Pacific Bell í það að endurtengja allt Californiuríki, til þess ad auðvelda upplýsingabyltingunni leiðinna. Stærri afrek gætu örugglega verid skipulögð.

Er Ríkið eina hreyfingin sem vinnur ekki með groðasjónarmið í huga?
Nei. Hjálprædisherinn, Krísuvíkursamtökin, Geðhjálp, Læknar án landamæra, Rauði krossinn, Amnesty Int. og þúsundir annarra samtaka vinna, eins og ríkið, án þess að skila gróða….nema hvað þau vinna mun skilvirkara og afkastameira verk en hið opinbera.

Hugsar Ríkið um velferð allra íbúa samfélagsins?
Nei! Engin stofnun, félag, fyrirtæki og svo sannarlega ekki ríkið, getur hugsað um velferð allra í samfélaginu. Opinber afskiptasemi býr sjálfkrafa til hagsmunahópa sem keppast allir um fríðindi á kostnað annarra i samfélaginu, í staðinn fyrir ad vinna saman að betra samfélagi keppast minnihlutahópar og “lobby-istar” um besta bittlinginn, stærstu sneiðina af ríkiskökunni. Ef velferð allra er best varðveitt i orwellisku heilbrigdis-, trygginga-, mennta-, löggaeslu-, og flokkakerfi þá ættum við að vera í nokkuð góðum málum….sem við erum ekki. Allir þessir fyrrnefndu geirar eru annað hvort niðurníddir og/eða óréttlátir. Af hverju? M.a. af því að opinber stöðlun tekur ekkert tillit til margbreytileika og sérþarfa einstaklingsins, heldur gerir ráð fyrir “BraveNewWorld”-samfélagsþegnum. En manneskjur eru ekki fæddar til ad þóknast stjórnmálamönnum og valdhöfum.

Hvað skilgreinir Ríkið?
Vald. Ríkið notar vald….og vald er hættulegt. Þegar e-r segist vilja sjá Ríkið hjálpa fátækum, þá er hann að segja að hann vilji NEYÐA fólk til að “gefa” með sér. Þegar Ríkið vill vernda ísl. landbúnað þá er það að BANNA fólki að kaupa og selja ódýrari vörur. Þegar upp kemur sú krafa um að flæma nektarstaði borgarinnar úr miðbænum, þá er fólk að segja (þó að það viti það ekki endilega) að það vilji NEYÐA atvinnurekendur, dansmeyjar og viðskiptavini til að fara. Þegar lög er sett um lágmarkslaun thá er verid að NEYÐA atvinnurekendur til hlýðni. O.s.frv.

Neyða, banna, refsa… Þetta er ekki siðmenning, þetta er ekki samvinna, þetta er valdbeiting….og þegar ég segi vald þá meina eg ofbeldi, hlutinn sem meiðir fólk.

Og þetta er einmitt ástæðan afhverju Ríkið er dæmt til að mistakast.

Ef ég og þú erum nágrannar og einn daginn gengur fátæklingur niður götuna okkar. Ég finn nátrl. til með greyið manninum, þannig að ég gríp byssuna mína, stilli þér upp við vegg og skipa þér að greiða með mér í gott málefni. Búum við að siðmenntaðri götu, í góðhjörtuðu samfélagi sem sér um þá sem minna meiga sín? Gerði ég góðverk? Nei, ég framdi glæp. Ég tók pening (sem þú hefðir örugglega hvort eð er látið rakna til fátæklingsins) med valdi. Væri þetta árangursrík aðferð til lengdar? Nei, þú myndir gera allt sem í þínu valdi stendur til að komast undan þessari rányrkju minni.

Hljómar hlægilega, en þetta eru aðferðirnar sem ríkisstjórnir um allan heim nota í innan- og utanríkismálum. Og þær eru nákv. jafn áhrifaríkar og í ofangreindri dæmisögu. Hérna á Íslandi nota stjórnvöld silkihanska, en undir silkinu eru alltaf hnúajárn.

Þegar ríkið vill hjálpa fátækum, eða setja ný lög um lágmarkslaun, eða styrkja ísl. framleiðslu þá segi ég NEI! Ekki útaf því að mer líki illa vid fátæka eða ísl. grænmetisbændur, heldur vegna þess að við byggjum ekki betri heim med valdi, bönnum og ofbeldi( sjá alla mannkynssöguna frá A til Ö)

Höfum við annan möguleika? Já, vid getum kosið frelsi og sannfæringu, þ.e. frelsi frá þeim sem vilja þvinga okkur til að lifa lífinu eins og þeir vilja. Og…sannfæringu, þ.e. ef þú vilt að eg hætti að nota eiturlyf og dansa nakinn á nektarbúllum( :P ) þá skaltu sannfæra mig og þú munt uppskera ríkulega, en ekki neyða mig með valdi sem á eftir að koma aftur í hausinn á þér. Það eru þessi sjónarmið sem endurspeglast í frjálshyggjunni, þ.e. efasemdir um vald og trúin a betri, frjálsari heim.

“The triumph of persuasion over force is the sign of a civilized society”
- Mark Skousen

Frelsi er framtíð mannkyns.

Friður,
badmouse