Mikið óskaplega fer í taugarnar á mér afstöðuleysi fjölmiðla gagnvart innherjaviðskiptum í bönkum og verðbréfafyrirtækjum. Við megum ekki alveg gleyma okkur í öllu Landssíma- og Þjóðmenningarsukkinu, þó það sé slæmt mál. Það er einnig sukk annarsstaðar, en á faldari stöðum. Ríkissaksóknari er búinn að fría Búnaðarbankann af sök um innherjaviðskipti með bréf í Pharmaco og okkar arfaslaki viðskiptaráðherra segir að ekki hafi verið hægt að ganga lengra vegna “galla” í lögum um verðbréfaviðskipti! OJBARASTA!!! Komið er fram með þá aumu afsökun að fordæmisgildi sýknudóms yfir Skeljungsstarfsmanni sem stóð í álíka svínaríi fyrir ca. 2 árum, hafi kaffært þetta Búnaðarbankamál. Reyndar er enn verið að rannsaka fyrrum starfsmenn bankans varðandi innherjaviðskipti, en líklegast sleppa þeir auðveldlega. Það má ekki rjúfa hefðina. Lagaramminn þarna er svo loðinn og óskýr að hver sem er getur makað krókinn gagnrýnislaust.

Hvernig var með Kaupþing/Aragon- málið fyrir áramót? Þar þótti ekki nein ástæða að fara lengra þótt að UM KLÁRT LÖGBROT HAFI VERIÐ AÐ RÆÐA! Á bara hvaða idjot sem er að komast upp með það endalaust að kaupa hlutabréf á lágu verði og hagnast STÓRLEGA, af því að þeir bjuggu yfir trúnaðarupplýsingum? Hvernig væri nú ef Woodward/Bernstein okkar Íslendinga, Reynir Traustason blaðamaður hjá DV, slaki á Landssímaklónni aðeins og skoði hlutabréfakaupasvínaríið betur. Mogginn og sjónvarpsstöðvarnar hafa sem fyrr ekki kjark í að fara í hart…. DV er síðasta vonin… VAKNIÐI!!