Á Sunnudaginn var sýndur í sjónvarpinu nýr þáttur í seríunni Sönn Íslensk Sakamál þar sem fjallað var um kynferðisafbrotamanninn Steingrím Njálsson.

Fyrir þá sem ekki sáu þáttinn þá var tekið viðtal við Steingrím og farið yfir afbrotaferil hans sem samanstóð af ölvunarakstri og síendurteknum kynferðisglæpum gegn börnum.

Í viðtalinu var Steingrímur rólegur og viðurkenndi að hafa keyrt ölvaður en neitaði því staðfast að hafa nokkurn tíma hafa framið kynferðisglæp á ævi sinni og sagði þvert á móti að honum þætti mjög vænt um börn.

Það væri hægt að skrifa mikið um manninn sjálfan og þau sjúklegu voðaverk sem hann hefur framið en það var annað atriði í þættinum sem hneykslaði mig líka og ég fann mig knúinn til að skrifa um.

Það er hversu mikill réttur kynferðisglæpamanna á Íslandi er í raun og veru. Því miður hef ég ekki þá tölu á hreinu hversu marga ölvunarakstra og hversu margar nauðganir Steingrímur hefur verið dæmdur fyrir. En mig minnir að nauðganirnar hafi verið um 15 talsins gegn ungum drengjum og þroskaheftum manni.
Þrátt fyrir alla þessa hræðilegu glæpi og augljóslega engan vilja til þess að betrumbæta sig er honum alltaf hleypt út aftur og er Steingrímur frjáls maður í dag.

Þetta er augljóslega stór galli í Íslensku réttarkerfi sem þarf að lagfæra og ég skora á stjórmálamenn að taka þetta mál til umræðu sem fyrst svo hægt verði að breyta þessari löggjöf.
Um leið vil ég skora á Ríkissjónvarpið að endursýna þennan þátt fyrir þá sem misstu af honum og sjónvarps og útvarpsþáttastjórnendur að hafa á dagskrá umræðu um rétt kynferðisglæpamanna á Íslandi.

Takk Fyrir

PS.

Slóði á Lagasafn Alþingis þar sem lög um kynferðisbrot eru í XXII. Kafla.

http://www.althingi.is/lagasofn/126b/1940019.html

Slóði á Lagasafn alþingis þar sem síðasta lagabreyting frá árinu 1992 á lögum um kynferðisbrot frá 1940 er samþykkt.

http://www.althingi.is/altext/115/s/0953.html