Jæja, það er nú rúm vika í það að trúarleiðtogi Tíbeta, hinn 14. Dalai Lama, komi á klakann og langaði mig aðeins að varpa annarri hlið á þetta mál sem að sjálfsögðu kemst aldrei í vestræna fjölmiðla.

Það er ótrúlegt hvernig 1,2 milljón km2 land með aðeins rúm 3 milljón íbúa getur orðið eitt af mestu pólitísku vígsvöllum heims. Allaveganna til þess að skilja Tíbet þurfum við aðeins að skilja söguna:

Tíbet varð hluti af Kína á 13. öld þegar Mongólska Yuan keisaraveldið (1271-1368) tók bæði svæðin yfir sig, þegar Ghengis Khan dó erfði kínverska Ming keisaraveldið það sem Yuan hafði hertekið, en Ming voru mun friðsamari og gáfu flestum héröðum nokkurs konar sjálfstjórn, þar á meðal Tíbet, sem þurfti samt eins og allir aðrir að borga skatta og svara til höfuðstjórn Kínverja. Næst þar á eftir kom mansúriska Qing keisaraveldið (1644-1911) sem gerði í raun það sama og Ming hvað varðaði héröðin. Qing var síðasta keisaraveldið sem réð yfir Kína og satt að segja stóð það sig frekar illa hvað varðaði stjórnina sjálfa. Árið 1911 var Kínverska “lýðveldið” stofnað en á þeim tíma og næstu árin voru það stríðsherrar sem réðu meira og minna yfir mörg héröð og fengu þeir að gera það að sökum veikleika innan við Kínversku ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Tíbet, sem var eitt af héröðunum algjörlega undir stjórn stríðsherra. En þar sem borgarastyrjöld geisaði yfir milli þjóðernissinna og kommúnista og innrás Japana í þokkabót var voða lítið hægt að gera í þeim málum.

Eitt af þeim málum, sem fáir á vesturlöndunum vita er að á þeim tíma í Tíbet ríkti yfir mikið og hart lénsskipulag þar sem yfirstétt trúarleiðtoga átti a.m.t. yfir 100 þræla á mann sem sáu um að bera þá um bæinn eins og menn á hestum, sjá fyrir þeim og eignum þeirra og á nóttu til fengu þeir að sofa með skepnunum þar sem yfirstéttin leit á þá sem einn af þeim. Meðalævi manns var um 35 ár og barnadauðinn var um 43%. Svo kom 1949, árið sem kommúnistarnir sigruðu þjóðernissinnanna og 2 ár áður en eitt af síðustu héröðum Kínverja (Tíbet) var frelsað af stríðsherrum. Það er einmeitt hér sem menn verða ósammála. Þeir sem styðja sjálfstætt Tíbet vilja oft byrja söguna hér og segja að vegna þess að Kínverjar gátu ekki haft stjórn yfir stríðsherrum var Tíbet sjálfstætt og ætti að vera það áfram, en það er bara einfaldlega rangt. Tíbet hafði aldrei áður notið sjálfstæði, heldur einungis sjálfstjórn, og flestar af þessum áróðum og meiningarlausum slagorðum eins og “Free Tibet” komu einmeitt á hápunkti kalda stríðsins þegar svo lengi sem óvinurinn var kommi, var allt réttlátt. Pælið bara í því, fyrir utan ETA, IRA og uppreisnarmenn í Chechníu, eru einhverjir aðrir hópar á vesturlöndunum sem styðja sundrun Basque héraðsins, N-Írlands og Chechnyu jafn mikið og þeir gera það við Tíbet?

Fyrir þá sem muna eftir uppreisnunum í Tíbet í fyrra rétt fyrir ólympíuleikanna þá spyr ég t.d. Er enginn annar en ég hissa á því að vesturlandabúar byrjuðu ekki að mótmæla fyrr en það voru Kínverjar sem sendu herinn inn í Tíbet til að temja stöðuna? Fólki hér og víðs vegar virtist vera alveg sama þegar róttækir Tíbetar réðust á borgara í Tíbet bara fyrir það eitt að vera Han kínverjar, drápu þá, fjölskyldur þeirra og brenndu þau inn í húsum eða inn í verslunum þeirra.

Dalai Lamainn er ekki slæmur maður, en hann er ekki þessi friðsami engill sem vestrænir fjölmiðlar vilja mála hann upp sem. Hann átti líka þræla á sínum tíma og enn þann dag í dag lítur hann niður á hópi svo sem Dorje Shugden, það sama og fólk segir Kínverjanna gera við hann og fylgismenn hans. Þar af leiðandi hefur maðurinn ekki farið til Tíbet í marga áratugi og veit hann ekkert af framförunum þar.

Að lokum segi ég þetta: fólk má alveg taka þá afstöðu sem það vill, ég bara bið það að kynna sér smá sögu og lágmarkslandafræði (eins og mótmælandinn á kínversku vorhátíðinni upp í HÍ, sem spurði mig hvar Tíbet var á kortinu eða þessi sem málaði “morðingjar” á vitlaust hús). Vegna þess í sjálfu sér, hefur Tíbet aldrei verið jafn frjálst, ekki einn einasti maður lifir sem þræll og milljarðarnir sem Kínverjarnir hafa flætt inn í efnahag svæðisins hefur leitt til uppbyggingu á lestarteinum, háskólum, spítölum sem hafa ekki bara bjargað mannslífum, heldur opnað hurðir sem Tíbetar njóta til að skoða restina af heiminum, t.d. einn af þessum mótmælendum á Víðimelinu í fyrra. Spurning bara um að hugsa sig tvisar sinnum um áður en máður hrópar út í loftið: Frelsum Tíbet!
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”