Hagfræði vs. Viðskiptafræði og mat á ástandinu.

Ég rak augun í þessa frétt á RÚV um daginn.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item266877/

Þar sem maður er nú markaðsmaður og fylgist með umhverfinu þá stakk það í augun að sjá hvernig og hvenær Hagstofan ákveður að breyta grunni vísitölunar.

Mér sýnist þetta virka þannig að þeir finna út hvað fólk er að kaupa, tékka hvað það kostar og mæla svo hvort viðkomandi vörur séu að hækka eða lækka og breyta vísitölunni eftir þvi.

Það er tvennt sem pirrar mig við þessa útreikninga þeirra:

1) Þeir bæta vöru við í vísitölugrunninn þegar hún byrjar að verða popular og taka hana úr vísitölugrunninum þegar hún hættir að vera popular…

Það litla sem ég veit um markaðsfræði og „Product life cycle“ segir mér að vörur eru ódýrar +í upphafi (nýjar á markaði), verða svo dýrari (sérstaklega ef framleiðslugeta er takmörkuð) og falla svo í verði þegar á að losa út lagerinn eftir að varan dettur úr tísku.

M.v. hvernig Hagstofan gerir þetta þá hækka vörur bara vísitöluna og þeim er droppað áður en þær geta lækkað hana.

2) Hvernig ræðst vægi varanna innbirðis? Er það verð eða magn? Ef það er verðið þá segir verð ekkert til um notagildi vöru fyrir neytandann ef hann er tilneyddur að kaupa hana. Mig dauðlangar að vita hvað gerist með vísitöluna ef 750g Corn Flakes sem kostar 1000kr hættir á markaði og í staðinn kemur 1200g Corn Flakes sem kostar 1200?

Mun þessi breyting hækka vísitöluna eða lækka hana? Er þessu kannski slegið í bland og sagt „hve mikið eyðir fjölskylda í CF á tveim vikum að meðaltali“ sem jú yrði hugsanlega besta lausnin.

En hvað er til ráða í þessari ansk. Kreppu?

Í kjölfar þessarar kreppu þá er mitt álit á Hagfræðingum sem eiga að vera sérfræðingar í að greina hvað sé í raun að gerast í hagkerfum landa og eða umhverfi fyrirtækja. Jámitt álit á þeim er s.s. ekkert, enda eru þeir greinilega tilgangslausir p.s. samt er þetta nám krafa ef þú ætlar að verða Seðlabankastjóri.

Þessir sérfræðingar okkar hefðu átt að vera eins og trukkararnir þ.e.a.s. flautandi og stoppandi umferð daginn inn og út að vara fólk við hvað væri að gerast. Annað hvort vissu þeir það ekki eða eru einfaldlega of miklar gungur til að standa á sinni skoðun.

Í dag þarf engan hagfræðing til að segja okkur að allt sé í messi, við höfum áttað okkur á því sjálf.

En viðskiptafræðingarnir? Það er fólkið sem átti að reka fyrirtækin og bankana á sem hagstæðastan máta með það að markmiði að fyrirtækið gæfi af sér arð um ókomna framtíð. Fjöldi gjaldþrota sýnir að einhver hefur skitið á sig og ekki náð að skipta um buxur síðan í október.

Persónulega þá veit ég ekki nóg um hagfræðinga og er kannski með mikla sleggjudóma en m.v. hvaða „heiti“ þeir bera þá hefðu þeir átt að átta sig í tíma.

En talandi um stéttir … Hvað finnst ykkur um endurskoðendur?

Þeir leggja nafn sitt að veði við hvern einn og einasta ársreikning hjá bönkum og öðrum fyrirtækjum og þrátt fyrir að „Endurskoðunin“ verði að teljast gjörsamlega gagnslaus þar sem það fór sem fór og allt XXXXX sem hefur veriðaðkoma í ljós síðan…
En þeim er verðlaunað með því að fá baar böns að gera hjá ríkinu? „Hey – við bara endurskoðum bankana aftur x2 þar sem nú eru til nýjir og gamlir“ COOL… eða þannig.

Shjit hvað ég hlít að hljóma bitur.

En svona eitt að lokum.
Mig langar að biðja búsáhaldabyltinguna um að hunskast á Austurvöll og koma Alþingi aftur í lag!
Talandi um að breyta hlutunum til hins verra… Það er enn verið að væla um herbergi, hvað er þetta fólk gamalt?
Þröngt mega sáttir sitja, drullist bara til að halda færri fundi og nota tímann til að tala við hina flokkana um lausn á vandanum. Það er ekki eins og það séu miklar gáfur í VG sem gætu gert e-h gagn í lokuðu herbergi…