Íslenskur iðnaður og íslensk framleiðsla er í raun ekkert voðalega íslenskt fyrirbæri.

Oftar en ekki þá er eingöngu framleitt fyrir innlendan markað sem er hryllilega lítill og oftast óhagkvæmt að gera það.

Samkeppnin er hörð og samkeppnisyfirburðir byggjast nánast eingöngu á hugviti, gæðum og þekkingu á fremleiðslunni en ekki ódýru vinnuafli og/eða miklu framleiddu magni (econmies of scale) eins og gert er út á erlendis.

En hvað er það sem stendur í vegi fyrir að Ísland geti staðið jafnfætis öðrum þjóðum hvað varðar framleiðslu almennt?

Það er fjarlægðin, há laun og skortur á hráefni.

Hráefni er oftast ódýrara í flutningum og innflutningi almennt en fullunnin vara, bæði vegna þess að það er minna flutt af lofti og þar sem hráefnið er ódýrara þá ber það lægri tolla og skatta.

Ef kostnaðurinn við innflutning á hráefni + framleiðslu á íslandi er meiri en viðbótar/jaðarkostnaði við að flytja inn fullunna vöru þá stenst “íslenska” varan ekki samanburð í verði og þannig er það í lang flestum tilfellum.

Það sem íslenska varan gerir er að standast samanburð í gæðum, þjónustu s.s. öðrum þáttum sem fólk/kaupendur kunna að meta en eiginleikar vörunnar sjálfrar.

Þið tengið þetta líklega mest við einhverja matvöru, Frón kex v.s. maryland eða e-h álíka.

En þetta á samt líka við t.d. húsgögn. Ég stór efa að einhver íslenskur framleiðandi geti farið að keppa við IKEA í verði, en hann getur það í gæðum, hönnun og þjónustu.

Þetta á samt líka við margt annað t.d. skolprör. Var/er ekki plastverksmiðja á íslandi sem framleiðir þessi appelsínugulu rör sem eru nær eingöngu notuð hér á landi?

En gallinn er samt sá að því meira sem þarf að “handavinna” framleiðsluna því óhagstæðara verður að framleiða hana á Íslandi (launin eru svo há).

Þessi gjaldeyriskreppa er að koma svona illa viðkauninn á okkur sem þjóð af því að nánast allt hráefni sem við notum í “íslenska framleiðslu” kemur erlendis frá.

Mig langar virkilega að benda á í þessu samhengi að bróðurparturinn af því sem við flytjum inn er ekki einnota.

Plast, pappír, málmar, gler, timbur, gúmmí, olíur - þetta er hægt að endurvinna.

Öflug endurvinnsla er orðin staðreynd í nánast öllum öðrum þróuðum löndum, minnir að í Sviss samsvari magn glers sem kemur inn til endurvinnslu um 80 - 90% af framleiðslu á gleri í landinu.

Bretar eru margfalt öflugri en við Íslendingar í endurvinnslu.

Ef Ísland vantar aðgang að hráefni þá vil ég benda á að við erumað henda því og það grafið sem landfylling einhversstaðar.

Ódýra orkan okkar gerir endurvinnslu hagkvæmari en gengur og gerist annarsstaðar, hugsanlega gætum við sérhæft okkur í endurvinnslu og um leið fengið aðgang að þessum hráefnum og stofnað öflugan framleiðsluiðnað annan en fisk og ál.


Einhver sagði mér (sel það ekki dýrara en ég keypti það) að plastflöskur sem enda í sjónnum safnist fyrir einhversstaðar nálægt miðbaug vegna einhverra strauma.

Þetta svæði sér orðið hættulegt skipum þar sem flöskurnar fari í skrúfurnar, þar sem þær eru hanga saman í heilu eyjunum einhversstaðar útá ballarhafi.

Í það minnsta ættum við Íslendingar að kanna hvaða orkufrekur iðnaður annar en ál gæti hentað hér á klakanum.

Hvað um hátækniverksmiðju sem framleiddi örgjörva í tölvur?

Hvað um álfelgur? svo maður vitni í Sturlu…

Hvað um álpappír bara?

Mér finndist ekkert hart ef álrisarnir yrðu krafnir um að styðja við afleidda álframleiðslu á Íslandi t.d. með því að gefa einn svona risa álkubb á ári til nýsköpunarsjóðs.