Kveikjan af þessari grein hefur verið að koma undanfarið þegar ég hlusta á auglýsingar vegna Konudagsins, mér finnst þær vera ansi áberandi núna.

Nema hvað, þá finnst mér þetta vera lýsandi fyrir hvað konur (og fyrir konur) er stór hluti af neyslu í nútímaþjóðfélögum, ekki sýst hér á Íslandi, tekur t.d. einhver eftir auglýsingum vegna bóndadagsins ? Fyrir þann daginn eru þær ansi dauflegar og nærri hlægilegar, t.d. þessi; “Konur gefið bóndanum blóm”, ha ha..þeir fáu menn sem kærðu sig um blóm væru líklega hommar sem hafa ákveðið að giftast konum, hinir vildu miklu frekar fá kippu af bjór, gott tott og kannsi klámara með !

Nýleg auglýsing,líklega frá einu af þessum ógeðslegu tryggingarfélögum sem sýndi tvær gerðir af fjölskyldu, önnur var þessi dæmigerða, Foreldrar með 3 börn og svo hin, kona með eitt barn. Í síðara tilfellinu vantaði manninn en það skiptir ekki máli frá sjónarmiði auglýsandans, hinn einhleypi karlmaður skiptir ekki máli þvi að hann er lélegur neytandi (þó ekki ef hann er hommi því þá eyðir hann líkt og kona !) og hann er hvort sem er oft notaður til að borga það sem konan (oft þessi einstæða) ákveður að skuli borgað eins og í kjarnafjölskyldunni. Eins fara meðlög hans oft í það sama, þ.e. neyslu sem stýrt er af barnsmóðurinni.

Konur kvarta stunum yfir að fjölmiðlar sýni brenglaða mynd af þeim og það sé svo mikil pressa að standa undir þeim körfum sem myndast í þessum miðlum. OK, hverjir eru hverjum verstir í þessu ? Farið inn í bókabúðir (blaðabúðir ?) og sjáið ótrúlegt úrval blaða, aðallega kvennablaða sem mest ganga út á að sýna vel útlítandi konur og hvernig þær eiga að klæðast og farða sig etc. Hverjir kaupa þetta ? KONUR !

Kaldhæðnin við þetta er að bak við öll þessi fyrirtæti eru karlar í efstu metorðum og græða á öllu saman en auðvitað konur líka, en miðað við femínískan boðskap þá eru konur þarna að fita “Púkann á fjósbitanum” svo maður noti gamalt orðfæri sem mörgum hér finnst eflaust illskyljanlegt.

Ég verða aðeins að koma inn á janfréttismálin líka; Af hverju er alltaf verið að lýsa upp hús vegna heilsuátaka fyrir konur ? Það virðist aldrei vera ástæða til að lýsa neitt upp vegna heilsuvandamála karla en samt drepumst við og endumst verr en konur, af hveru er þetta ?

Ein ástæðan tel ég verða einn stórgalla á Íslensku samfélagi nú, nefnilega að það er sífellt verið að stilla konum hér upp eins og fórnarlömbum sem ekkert geta nema þeim sé hjálpað, sbr. nýjar kröfur um kynjakvóta í pólitík, en ég hef tekið eftir að konur í eldri kantinum er algerlega mótfallnar þessu.

Að lokum verð ég að minnast á eitt að lokum; Ég hef farið víða um heim og það hefur vakið athygli mína að eftir því sem samfélag þessa lands sem ég er í er meira í áttt að karlrembu, því þokkafyllri eru konurnar á staðnum. Þetta kemur upp í hugan þegar vinur minn sem kom til landsins eftir langa veru erlendis spurði, “Hvar eru allar þessar fallegur konur sem talað er um á Íslandi” ?