Veit ekki hvort þessi grein á að fara undir Deigluna eða Netið, en fann þetta á <a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=778725“>mbl.is</a> og fletti upp á þessu á <a href=”http://www.haestirettur.is/ifx_hr/?MIval=h_domar &nr=1642">haestirettur.is</a>. Svo virðist sem e-r garðyrkjumaður hafi fengið sér eimskip@vortex.is og prentað á nafnspjöld.
Eitthvað virðist þetta hafa farið fyrir hjartað á eimskipsmönnum og siguðu þeir lögfræðingum sínum á manninn. Og eftir mikið þjark alla leið upp í hæstarétt var manninum sagt að hætta nota þetta póstfang.
Þetta mál er allt frekar skrýtið og finnst mér fáránlegt að draga manninn fyrir dómstóla. Þetta hefur slæmt fordæmisgildi, hvar á að draga mörkin? Hvað með ekkieimskip@vortex.is? Eða eimskipsucks@vortex.is. Hvað með eimskip@hotmail.com? (sem ég greip um leið og ég las fréttina) Hvað með ef ég notaði eimskip sem notendanafn hérna á hugi.is? Ég held að þetta geti orðið ansi mikið klúður.
Eða hvað finnst ykkur?