Mér hreinlega varð ekki rótt þegar ég álpaðist inn á vef morgunblaðsins í dag og sá fyrirsögnina:

3.140 milljóna hagnaður hjá Íslandsbanka.

Auðvitað er það gott að fyrirtæki skuli vera rekin með hagnaði, og fyrirtæki á uppleið hafi þrefaldað hagnað sinn á 3ja ára tímabili. Þegar ég las þetta varð mér strax hugsað til greinar sem ég las á sama vef nýlega. Hún fjallaði annars um það að innlánsvextir bankanna væru svo lágir að fólk hreinlega tapaði peningum með því að geyma þá í banka sökum verðbólgunnar. Ég fór náttúrulega að velta fyrir mér að ef bankinn skilaði svona geysiháum hagnaði gæti hann þá ekki bara lækkað útlánsvextina til viðskiptavina sinna (en ég geri mér það í hugarlund að þaðan komi allir þessir peningar, þeas úr vösum okkar) já eða hækkað innlánsvextina. Í skjóli hvers geta þessi fyrirtæki komið svona fram við okkur, sem búum til alla þessa peninga. Og allir sem fara í banka vita það náttúrulega ekki fáum við neina sérstaka þjónustu fyrir að gefa bankanum alla þessa peninga, þvert á móti, bankinn lætur manni líða eins og að þeir séu að gera manni einhvern voðalegan greiða með því að geyma fyrir okkur peningan(sem við annars töpum á að gera).

Í greininni er einnig tekið fram að hreinar vaxtatekjur námu 10 milljörðum króna. 10 milljarðar sem við bjuggum til, og ég leyfi mér að halda því fram að Íslandsbanki hafa ekki borgað neitt nálægt því til baka sem innlánsvöxtum.

En hvernig standa eigilega málin í dag, hvað getum við lesið út úr atburðum líðanda stunda. Getur verið að forspár sci-fi höfunda um stjórn stórfyrirtækja í stað ríkisstjórna séu að fara að rætast. Gott dæmi eru 3 nýliðin gjaldþrot í Bandaríkjunum. Enron, K-Mart og núna síðast Global Crossing, sem talið er vera 4. stærsta gjaldþrot sögunnar. Og skemmtileg tilviljun, Anderson enduskoðunarfyrirtækið var fjármálaráðgjafi beggja fyrirtækjanna Enrons og Global Crossing. Ég vil benda fólki sem vill vita meira um þessi gjaldþrot á síðuna.

http://www.drudgereport.com/

Afbragðs óháð-fréttasíða.

Svona í lokin vil ég benda á að í tilefni þessarra stórgóðu afkomu ætlar Íslandsbanki að borga starfsfólki sínu kaupauka fyrir að plata út úr okkur fé, þeir ætla ekki að lækka útlánsvexti eða að hækka innlánsvexti.

…jónhallu