Mig langar fyrst og fremst til að koma af stað umræðum um kosningamál og einnig til að koma nokkrum hlutum sem mér finnst vera að Ingibjörgu, svona bæði vegna þess að sjálfur er ég allur blár og aðhyllist honum Birni, og svo virðast líka vera svo mikið af R-listafólki hérna til að vera ósammála mér og pólitík er náttúlega, málefni sem öllum bera að vera ósammála um….

1. Flugvöllurinn:

Já, var það ekki hún Ingibjörg sem að efndi til kosninga um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sjálfu sér er það alltílagi, enda stór hættulegt að hafa flugvöll inní miðri borg, en þetta var stuttu eftir að hún skrifaði uppá samning við Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra um fasta veru vallarins í vatnsmýrinni til 2016. Já, henni skeitir greinilega engu um skilding samborgara sinna, efnandi til kosninga um staðsetningu hans, ja kosning er í raun ekki hennar orð “skoðanakönnun” skilgreinir atburðinn betur, en áður nefnd skoðanakönnun kostaði nokkarar miljónir, hún veit að það var verið að tala um krónur er það ekki?

2. Lína.net

Jamm, annað kosningamál R-listinn eyddi miljarði í eithvað sem er ekki enn búið að skila gróða. Ég veit, svona fyrirtæki taka tíma en nýlega þá heyrði að þeir í línunni ætluðu til lífeyrissjóðanna til að fá en MEIRI peninga. Ég held að ein hentur blindur api mundi fara betur með fjármuni borgarbúa.

3. Perlan

Þetta er að vísu kannski minna kosningamál, heldur álitamál, mér persónulega finnst rangt að selja perlunna vegna svipar sem hún setur á borgina. Nýji eigandinn gæti lagt hana í niðurníðslu eða verra ;( .

——————————————————————

Þá er það komið, þetta er ekki nærri því allt en ég vona að þið getið bætt einhverju við…..