Í dag ræðst gengi krónunar á tilboðsmarkaði. Á þessum markaði eru í raun innlend fyrirtæki og fjármálastofnanir að selja erlenda gjaldmiðla og vona að fá sem mest af krónum í staðinn, s.s. það er uppboð á evrum, sá sem bíður hæðs fær þær.

Slíkt er náttúrulega bara fáránlegt, að selja fram og til baka e-h evrur og búa til eitthvað gengi, það er nær pottþétt að gengið er bara bull og þegar það verður sett á flot aftur þá mun það hrapa því um leið og erlendir aðila sjá sér færi í að losna við sínar krónur þá myndast offramboð á krónum og hún mun hríðfalla…

En afhverju?

Ég er ekki með 100% svör, en ef verðið ræðst eingöngu af framboði og eftirspurn þá er það skiljanlegt að allir sem eiga krónur vilja annan gjaldmiðil í staðinn og enginn vill taka við krónunum nema Íslenskir aðilar s.s. alltof lítið til af erlendum gjaldmiðli til að láta í staðinn fyrir allar krónurnar sem til eru erlendis.

Til að reyna að fá fólk til að eiga krónurnar sínar eru svo stýrivextir hækkaðir svo fólk og útlendingar sjái sér hag að spara í krónum og sjái sér ekki hag í að fá lánað í krónum, s.s. minnka magn af krónum í umferð. (því við viljum tryggja hag útlendinga með okkar skattpeningum)…

En hvað annað getum við gert?

Í gamla daga jafngilti einn dollari X miklu magni af gulli og því beintengdur við gengi annarra gjaldmiðla í gegnum virði gullsins. Seðlabankinn þurfti því að eiga helling af gulli, tæknilega nóg af því til að geta greitt út gull fyrir alla þá seðla sem til voru. Svo áttaðieinhver forsetinn sig á að þetta væri ekki mögulegt til lengdar og klippti á þessa tengingu.

Ef ég er að skilja málin rétt, ræðst gengi gjaldmiðla í dag á eftirspurninni og eftirspurnin fer eftir því hversu mikið Ísland framleiðir fyrir heminn. Framleiðsla væri t.d. einhver vara sem útlendingur kaupir á/af íslandi og borgar fyrir með erlendri mynt, ríkisskuldabréf eða önnur þjónusta.

Í raun hvað sem er sem keypt er fyrir íslenskar krónur.

En hvað þá með EVE-online? Þeir rukka í dollurum og evrum…

Ef þeir gera upp í íslenskum krónum þá verða þeir að nota bankareikninga þar sem öllum gjaldeyrinum er umbreytt í krónur, s.s. bankinn verður að kaupa evrunar og dalina af þeim og borga í íslenskum krónum.

Þá komum við að punktinum loksins. Ef ísland er að rukka útlendinga um 100kr en þeir okkur um eina evru (150 kr.) þá er mismunirinn ekki 50 kr. Heldur 1/3 evra = það vantar evrur í viðskiptin (þeir vilja sinn gjaldmiðil fyrir mismuninum) og of mikið magn af krónum.

Í raun má segja að einhversstaðar útí heimi hafi safnast upp hellingur af krónum sem enginn gat notað til að kaupa neitt af Íslandi með. Fyrir vikið þá eru þeir til í að kaupa í raun bara eitthvað fyrir þær til aðkoma þeim í verð og eru þá t.d. til í að borga 300 kr. Fyrir eitthvað sem ætti að kosta eina evru og þá myndast nýtt gengi.

Við þessar aðstæður þá er í raun um tvennt að velja:

1) Láta allt fara í fokk, þannig að útlendingar dæli öllum umfram krónunum sínum til baka til landsins og klári þessar birgðir sem þair voru búnir að safna hjá sér sem fyrst. Það þarf samt að passa að verðið verði ekki fáránlegt því annars geyma þeir peninginn frekar en að eyða honum í ekki neitt..

2) Reyna að draga úr innflutningi og snúa jöfnunni við þanng að verðlag á klakanum haldist „la la“ gott og hægt og bítandi þá sé saxað á þessar birgðir útlendinganna á krónum.

Fyrir Ísland er ekkert gott að hafa málum þannig hagað að gengi ráðist á þennan máta. Við búum á eyju, við framleiðum lítið sem ekkert sjálf nema þjónustu, orku, vatn, og fisk. Útlendingar eiga álverin þannig að við tæknilega séð seljum þeim bara orku.

En þarna komum við líka að svolítið sterkum punkti….

Hvað er það sem er að plaga heminn í dag, svona að hluta?

Vatnsskortur og orkuskortur…

Bæði er mjög ódýrt að nýta á Íslandi, í krónum/evrum talið. Ég legg ekki í að verðmerkja náttúruspjöll en virkjanir eru ekki slæmar, það er nýting orkunnar sem er slæm, common – álver??? Það er svo margt miklu gáfulegra hægt að gera og það er allt að koma í ljós hægt og bítandi.

Því meira sem ég hugsa um það því betri finnst mér eftirfarandi hugmynd:

1) Öll fyrirtæki ráða í hvaða gjaldmiðli þau nota tilað gera upp og greiða laun(laun samt ákveðin í krónum) (gæti farið eftir við hvaða lönd þau versla við)

2) Öll fyrirtæki verða að sýna verð í Íslenskum krónum.

3) Það má ekki eiga bankareikning í íslenskum krónum (en það er hægt að eiga myntkörfu innláns reikninga)

4) Eingöngu X mikið af seðlum er prentað og komið í umferð á Íslandi.

5) Verðmæti einnar krónu er bundið við heimsmarkaðsverð á einni kílóvattstund eða 1 lítra af vatni (eða bland af báðum)

6) Íslenska ríkið/orkuveitan er svo skuldbundið/n til að „greiða“ fyrir peningana ef þess er óskað, en varan verður að afhendast á Íslandi.

Með þessu móti yrði verðmæti krónunnar nokkuð sveiflukennt (ekkert nýtt við það) það gæti enginn notað hana erlendis og faktískt séð þyrfti enginn að nota hana erlendis.
Fyrirtæki þyrftu ekki að nota hana í viðskiptum sín á milli, almenningur mundi bara nota hana sem bréfpeninga og til að tryggja að launin væru „fastur punktur“ óháður einum gjaldmiðli einhverrar þjóðar heldur væri gjaldmiðill íslands jafngildur verðmæti auðlinda landsins.


Ég er ekkert svo viss um að þetta sé allt mögulegt, en við erum lítið land og þurfum að grípa til sérstakra aðgerða.

Það er staðreind að krónan er varla að sjást, allir eru komnir með kort.

Við getum ekki látið krónuna vera myntkörfu af öðrum gjaldmiðlum, það mundi aldrei ganga. En ef við setjum dæmið þannig upp að krónan sé eingöngu notuð innanlands þá munum við komast hjá svona vandamálum í framtíðinni…

Bara pæling…

Vona að ég hafi náð að útskýra þetta nógu vel…

Allavega pælið í því, ætti ekki að beintengja verðmæti krónunnar við verðmæti afurða landsins?

Shit hvað Bretar væru þá verðlausir, mannauðurinn kemur þeim í feitan mínus.