Um daginn horfði ég á þáttinn Markaðinn með Birni Inga. Mér þótti nú ekki mikið til koma, en eitt lærði ég þó, og það var að Illugi Gunnarsson fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar hefði setið í sjóðsnefndum Glitnis.

Sjóðum eins og sjóði 9 sem lugu að fjárfestum um í hvað fjárfestingarnar færu. Sjóði sem enduðu á því að eyða innistæðum sjóðsfélaga, jafnvel ævisparnaði í að reyna að bjarga vonlausum fjárfestingum eigenda Glitnis.

Og þá vaknaði upp spurning. Er pólitíkin á Íslandi ekki alltof nátengd viðskiptalífinu. Það vita allir að Sjálfstæðismenn fengu að komast í einn bankann og Framsóknarmenn í annnan. Það vita allir að það er ástæða fyrir því að einkavæðingin heitir núna Einkavinavæðingin í daglegu tali.

Alþjóðlegar kannanir eiga að sýna að spilling sé hvergi lægri enn á Íslandi, að fjölmiðlar séu hvergi frjálsari enn á Íslandi.

EN þetta er bara blekking. Spillingin er gríðarleg, en hún er líka gríðarlega vel falin. Í kompásþættinum kom í ljós að ótrúleg fjársvik voru í gangi. Og í fréttum má núna lesa að Íslensk stjórnvöld vissu af þessu og gerðu ekkert.

Alveg eins og þau vissu af hrakspám um vandræði efnahagslífsins og gerðu ekkert.

En af hverju gerðu þau ekkert?

Af hverju?