Nýjir tímar, gömul ráð… ?

Jæja, þá liggur það fyrir – blákalt að Ísland er orðið þriðja heims ríki. Við höfum varla í okkur og á næstu árin, erum skuldug upp fyrir haus og gjaldmiðillinn okkar er verðlaus. Hvað getum við gert?

Einhversstaðar í umræðunni heyrði ég eftirfarandi:

„Þegar það rifnar gat á skrokkinn á flugvél þá sígst allt súrefnið út og súrefnisgrímurnar falla niður. Allir foreldrar vita, þó þeim hrylli við því að reglan er eftiorfarandi; fyrst á að setja grímuna á sig, svo á barnið.“

Þetta lýsir á margan hátt því sem íslensk stjórnvöld hafa verið að gera. Ég hef heyrt marga tala um að það sé nákvæmlega ekkert PR starf í gangi og orðspor þjóðarinnar sé fótum troðið af Bretum, Hollendingu og íslensk fyrirtæki og stofnanir séu rúnar öllu trausti með þögn stjórnmála- og ráðamanna.

Þó ég hafi ekkert fyrir mér hvað þetta varðar annað en að þessi samlíking „meikaði sens“ þá er það þessi samlíking sem fær mig til að halda í vonina í dag, vonina um að þetta endi allt vel og jafnvel fyrir áramót þá verði hægt að sjá grilla í einhverja framtíð sem þess virði er að stefna á, á þessu litla skeri.

Þegar ég hugsa um allt þetta fólk sem hefur misst vinnuna, aragrúi af vel menntuðu hæfileikafólki sem á svo innilega skilið að geta unnið störf tengd sinni menntun á þeim sviðum sem það skarar fram úr á. Ég skil það svo vel, þetta sjokk að þurfa „sætta“ sig við eitthvað, það slekkur alveg í manni.

Þessvegna fannst mér það svo rétt sem þessi sami félagi minn sagði svo í framhaldinu af súrefnisgrímu samlíkingunni, hann sagði:

„Þetta er eins og lenda í árekstri, kannski frekar flugslysi. Allir sluppu ómeiddir, allir töpuðu farangrinum sínum og enginn komst á leiðarenda. Þetta er eins og í LOST.

Nema að þetta eru Íslendingar. Þetta fólk fer ekki að blanda sér í eitthvað kjaftæði. Ef það verður þróttur í fólki þá verður líklega ekki beðið eftir að „nýju“ bankarnir verði einkavæddir, það verður bara stofnaður nýr. Við eigum heilan her af bankaflugstjórum, flugfreyjum og leiðsögumönnum sem kunna til verka, það hefur sýnt sig.

Flugslys er flugslys, þá er alltaf sett einhver nefnd í að rannsaka hvað fór úrkeiðis og svo er haldið áfram að fljúga, stundum kemur í ljós að flugstjórinn var fullur, stundum kemur í ljós að það þarf að skipta um „flabbergas“ í öllum dekkjunum, stundum skilar rannsóknin ekki neinu. En, það halda allir áfram að fljúga.

Þetta viðhorf félaga míns, sem er „no way“ bankamaður þó hann hafi tapað slatta á seinustu vikum gekk út á eitt. Hann sagði að lokum

„Ég er ekki tilbúinn að sætta mig við 17.aldar bankaþjónustu, ég vil fá þessi tækifæri og ég er tilbúinn að borga fyrir þau. Skv. lögmálinu, ef það eftirspurn þá skapast framboð.“

Hann líkti svo nýju bönkunum við Iðnaðarbankann, Útvegsbankann og fussaði yfir gamla Samvinnubankanum. Ég var nú frekar ungur þá, en man að ég átti reikninga í tveim af þessum bönkum á sínum tíma, pappírsbók sem prentað var innan í hver innistæðan væri. Ég sakna þeirra tíma ekki.

En hann benti einnig á að þeir sem væru að standa að þessari „einkavæðingu – 2“ núna væru að mörgu leiti þeir sömu og stóðu að henni í fyrra skiptið, kannski nýjir forsprakkar en þetta væri sama klíkan. Vildu þeir kannski núllstilla dæmið fyrst þeim hefði illa gengið að stjórna því í fyrra skiptið?

Það þarf nýja hugsun, opna hugsun. Við ættum ekki að vera hrædd við að gera hlutina öðruvísi. Ísland má ekki falla í þá gryfju að „mega ekki breytast“. Breytingar eru framfarir, þó núríkjandi kynslóð stjórnmálamanna sé orðin útbrunnin þá eru nú hundruðir hæfra manna og kvenna sem geta fyllt skarð þeirra. Það kæmi sér t.d. vel að hafa viðskiptafræðing sem viðskiptaráðherra og hagfræðing sem seðlabankastjóra.

Ég áttaði mig svo á því eftir þetta samtal við hann, bara í gegnum síma hversu þakklát við megum vera. Í framhaldinu þá fór ég að hugsa um allt þetta fólk, hæfileikafólk sem gerði bankana að því sem þeir voru. Þau gerðu það einusinni, þau geta gert það aftur. Við erum öll reynslunni ríkari og það hlítur, það hlítur að vera hægt.

Einhvernvegin þurfum við að viðhalda þessari þekkingu hjá þessu fólki í atvinnuleysinu, þetta er skapandi fólk sem er mjög meðvitað um þau tækifæri sem í boði eru á markaðinum. Þetta fólk þarf að gefa tækifæri til að vaxa og dafna í samstarfi við aðra í einhverskonar miðstöð nýsköpunar. Nýsköpun er ekki alltaf eitthvað úr stáli, gengur fyrir rafmagni eða matur.

Hugvitið getur hjálpað við skilvirka uppbyggingu nýs bankageira, bankageira sem væri traustari, skipulagðari og öruggari.

Ég er einhvernvegin viss umað sjálfboðastarf í þágu nýsköpunar muni verða vinsælt hjá þessu hæfileikaríka fólki sem mun þurfa vinna störf ótengd þeirra menntun, það mun gefa þeim tækifæri til að njóta sín á nýjum vettvangi.

Spurningin er bara hvernig, hvar og hverjir?

Munt þú taka þátt?