Það er ný mynd í bíó, stríðsmynd. Hún segir frá einhverjum
hermönnum sem eru hluti af innrás bandaríska hersins í
Sómalíu snemma á síðasta áratug síðustu aldar. Myndin,
“Black Hawk Dawn,” varð að fá samþykki hjá útsendurum Bush
stjórnarinnar því að Sómalía er nebbilega næsti þáttur í
valdaútfærsluáætluninni sem hefur verið nefnd “stríð gegn
hryðjuverkum.”

Þessi mynd sýnir bandaríska herinn sem friðardúfuflokk en
ekki drápara 10.000 óbreyttra Sómalskra borgara. Útsendarar
Bush stjórnarinnar hafa átt fundi með fulltrúum Hollywood
sem hafa svarið þess eið að taka þátt í “stríðinu gegn
hryðjuverkum.” Hollywood gerir það með því að virka sem
áróðursvél fyrir herferðina.

Bandarísk yfirvöld eru þegar búin að loka fyrir peningaflutninga
til Sómalíu, internetsamband við landið hefur verið tekið af og
símasamband hefur verið takmarkað.

Það er óhugnanlegt athæfi að níðast á fólki, hvað þá að drepa
það. Að misþyrma, áreita og drepa annað fólk, sem er fyrir,
meðan verið er að elta uppi þann sem á að drepa, er enn verra
því það er svo tilgangslaust. Maður er bara drepinn afþví að
einhverjum í valdastöðu finnst það “ásættanlegur
fórnarkostnaður” eins og Albright sagði um börnin í Írak, sem
deyja vegna viðskiptabanns sem hefur engan tilgang nema
pólitískan.

Umkomuleysið gerir dauða borgaranna, sem verða fyrir í
valdaleikfiminni, enn ömurlegri. Afhverju er búið að loka á netið
og takmarka síma samband við Sómalíu? Svo að enginn nái að
segja frá því hvað verður í gangi þegar Bush gengið byrjar að
æsa sig. Fjölmiðlar eru annaðhvort á mála hjá þeim sterkari
eða fylgja honum bara til öryggis. Þeir sem vilja rífa kjaft eða
birta tvíræðar fréttir til að hala inn auglýsingar er bent á að
halda kjafti eða þeir verði ekki lengur í bisness.

Almúginn skiptir engu máli, einstaklingurinn er ekkert. Fréttin
er engin nema stórar tölur birtist og þegar komið er upp í
þúsundir mannslífa hættir talan að hafa merkingu. Hún þýðir
ekki þúsund mannslíf lengur. Hún segir ekkert um hvernig
þeim leið, hver var síðasta hugsunin? Voru börnin að leika sér
um morguninn? Var pabbi þeirra bakari? Öll þessi líf sem
þarna enduðu, var líf þeirra í alvöru ekki tilgangsmeira en
þetta?

“Hvers virði er þá mitt eigið líf?”, getur maður spurt sjálfan sig.
Hvenær verð ég það mikið fyrir að ég verð réttdræpur?


ps. þetta var skrifað af honum Sigurði pönkhjúkku, fleiri skrif
eftir hann má finna <a
href="http://www.helviti.com/punknurse"> á helvíti.com</a>
þetta er birt með fullu samþykki hans
Twat