Á Íslandi í dag er hlaðborð fyrir æsifréttamenn til að skapa múgæsing og ringulreið. Ástandið er stjórnlaust, fólk tæmir bankareikninga, „splittar“ þeim upp milli banka selur hluta- og skuldabréf áður en skaðinn verður meiri.

Hvað kemur til?

Íslensku bankarnir eru ekki að ná að endurfjármagna sig. Íslenska ríkið er of veikburða til að standa í þeim stórræðum og á sama tíma eru fjárfestar um allan heim að halda að sér höndum.

En afhverju hefur þetta svona mikil áhrif á okkar litlu þjóð?

Bankarnir skulda margfalda þjóðarframleiðslu landsins. Líkt og á fimm manna heimili þar sem foreldranir vinna úti og tvö elstu börnin vinna úti þá er íslenska ríkið unglingurinn í unglingavinnunni, ekki nógu gamalt til að fá að vinna í fjölskyldufyrirtækinu.

Þessi unglingur hefur þó sýnt úrræðasemi. Hann hefur dregið saman í góðærinu undanfarin ár. Hann hefur sýnt aðhald og ekki leyft sér að eyða um efni fram, hann á laptoppinn sinn sjálfur sem hann ætlar að nota næsta haust þegar hann byrjar í menntó.

Þessi unglingur hefur haft skilning á því að „græddur geymdur eyrir“. Hann hefur jafnvel leyft sér að stugga við þessum eldri og reyndari á heimilinu þegar honum hefur fundist þau eyða um efni fram og bent á ýmiss atriði þegar honum hefur blöskrað. Tekið út vasapeninginn sinn þó það hafi bara verið 400 kr.

En nú snúa sér allir í fjölskyldunni til hans því hann á pening í dag með orðunum „þú átt pening, þú verður aðlána okkur hann“.

Það kemur á óvart en unglingurinn hefur vit, hann einfaldlega segir „ef ég lána þér fyrir bensíni á meðan hallærið varir, þá vil ég fá að eiga 75% í Hummernum þínum, annars getur þú ekki keyrt hann“.

Sá eldri jánkar þessum díl, en segir hinum í fjölskyldunni að sér hafi verið stillt upp að vegg, þetta sé mesta bílarán aldarinnar. En segir svo félögum sínum að þetta hafi verið ágætis díll því nú verði unglingurinn að borga 75% af tryggingunum.

Það sem ég óska mér heitast af öllu, er að þessi unglingur líti framhjá fjölskylduböndum og vinskap þegar hann verður fjárráða. Að hann hafi það viðskiptavit að ráðast ekki í fjárfestingar með fjölskyldumeðlimum.

Hann ætti að læra af reynslu þeirra og mistökum yfir þetta langa tímabil og ekki gleyma að:

1) Þau hlustuðu ekki á hann þegar hann varaði þau við.

2) Hann var ekki virtur viðlits þegar hann benti á að fjölskyldufyrirtækið stæði ekki undir ofurlaunakostnaði.

3) Hann þarf að borga framfærslu fjölskyldunnar yfir hallærið, það sé sjálfsagt.

4) Að það sé hans val að láta þetta fólk fá peningana sína til ávöxtunar, stjórna og stýra fyrirtækjum.

5) Að hann sjálfur er næsta kynslóð og hann sjálfur ætti að stjórna næst, ekki þau.


Gott fólk.

Drögum þetta fólk til ábyrgðar á þann eina hátt sem það skilur.

Tökum peningana af þeim.

Ekki fjárfesta í fyrirtækjum þeirra. Helst ekki versla við fyrirtæki þeirra (Bónus er nú samt undantekning, enda kominn frá Jóhannesi).

Það er eins og það komi þeim svakalega á óvart, þessum bankastjórum að maður verði að geta taðið í skilum…