Meintur morðingi myrtur. Það var ástæða til að gleðjast yfir hádegisfréttum RÚV í gær, réttlæti götunnar hafði þá náð fram að ganga yfir einum af mestu skíthælum jarðar. Elie Hobeika fór fyrir flokki Falangista að kvöldi 16. september 1982. Þeir réðust inn í flóttamannabúðir Palestínumanna, Sabra og Shatilla fyrir utan Beirut. Þeir fóru hús úr húsi og eirðu engu, þeir slátruðu ungabörnum og gamalmennum með öxum til að vara ekki aðra við örlögum sínum með byssuskotum. Þessir menn báru krossa um hálsinn þegar þeir myrtu 800 óbreytta borgara. Á meðan var allt rólegt í Ísraelsku herstöðinni fyrir utan búðirnar, nokkrir hermenn á vakt, bara stráklingar, ekki eldri en ég er núna (ég fæddist tveimur mánuðum eftir þetta) heyrðu skothvelli og háreysti frá búðunum og tilkynntu til yfirmanna sinna og urðu furðu lostnir þegar þeir sáu fram á að ekkert yrði aðhafst. Eitt af því sem hermenninir heyrðu þessa nótt var þegar einn undirmanna Hobeika kom til hans og spurði hvað gera skyldi við 50 konur og börn sem hann væri með í haldi. Hobeika svaraði því til: “Þetta er í síðasta skiptið sem þú spyrð mig þessarar spurningar, þú veist nákvæmlega hvað þú átt að gera.” Síðan munu mennirnir báðir hafa hlegið dátt.

Hryðjuverkin í Sabra og Shatilla eru verstu grimmdarverk sem hafa verið framin í deilunum fyrir botni miðjarðarhafs, hryðjuverk sem er bara hægt að líkja við 11. september. Samt fengu fórnarlömb 16. og 17. september enga þriggja mínútna þögn og enga alþjóðlega samstöðu gegn hryðjuverkum, enginn var kærður né sóttur til saka fyrir glæpinn, enginn hefur þurft að gjalda fyrir þetta hingað til. Hobeika var meira að segja verðlaunaður fyrir grimmdina með því að vera gerður að ráðherra í stjórn Líbanon og hér á Íslandi heiðraði mbl.is minningu hans með því að gera hann að “meintum” glæpamanni í fyrirsögn fréttarinnar af dauða hans. Ísraelski hershöfðinginn sem kaus að aðhafast ekkert þessa nótt var síðar kosinn til að leiða þjóð sína, hann heitir Ariel Sharon.
如果你不同意我, 你是减速