Alveg eins og Ísland er að mörgu leyti eins og lítil öfgamynd að USA þá er margt í sögu síðustu 10-15 ára svipað og saga Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna, enda notuðum við Sovétbensín á Kadillakkana hér lengi.

Eins og oligarkarnir í Rússlandi fengu auðlindir á silfurfati fengu ákveðnir gjæðingar bankana hér og fleira góðgjæti á gjafverði. Og svo telja ýmsir að Rússneskir mafíupeningar hafi svo ratað inn í Íslenskt fjármlálakerfi en það er kannski aukaatriði núna.

Og í báðum löndum fengu þessir útvöldu eða útsjónarsömu menn að vaða uppi og sölsa undir sig en svo kom að því að gripið var inn í á ólíkan hátt, Putin fór að ákveða hverjir væru verðugir og þar með þægir en annars voru þeir ríkisvæddir eins og skeði með Khodorkovski sem var einn ríkasti maður Rússlands en er nú í Síberísku fangelsi.

Er svipað að gerast hér nú, Jón Ásgeir í hlutverki Khodorkosvki (ekki alveg eins illa enn að minsta kosti) og Bjöggi í hlutverki Abramovich sem er eins og hann búsettur erlendis, (enn og aftur tenging við Ísland þar sem hann þekkir Óla Grís og frú, var hér um daginn og eitthvað tal um að hann vilji kaupa land við Akureyri)en í náð æðstaprestsins Davíðs ?

Það er gaman að setja upp svona samsæriskenningar !